Íþrótta- og æskulýðsnefnd

64. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:22 - 09:22

 

64. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar haldin á Hótel Hellissandi þriðjudaginn 15. janúar 2013 kl:17:10 Á fundinn mættu: Ari Bent Ómarsson Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Snædís Hjartardóttir Sigrún Ólafsdóttir

 

1.      Félagsmiðstöðin Afdrep

Starfið í félagsmiðstöðinni gengur mjög vel og er starfsfólk ánægt með hversu duglegir unglingarnir eru.

Fyrir jól var haldið sérstakt vinnukvöld til að bæta og laga aðstöðuna þar sem foreldrar voru hvattir til þess að mæta. Því miður voru ekki margir foreldrar sem komu.

Framundan er Söngvakeppni Vesturlands en nú er komið að Snæfellsbæ að halda keppnina sem á að vera þann 7. febrúar. Skipulagning er hafin.

Rætt var um opnun félagsmiðstöðvarinnar fyrir krakkana á miðstiginu og var Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við bæjarstjóra vegna málsins.

 

2.      Hugmynd um að tilnefna Íþróttamann Snæfellsbæjar

Upp kom sú hugmynd að árlega verði tilnefndur Íþróttamaður Snæfellsbæjar. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kom með dæmi um reglur frá öðrum sveitarfélögum um það hvernig slík tillaga og kosning er framkvæmd.

Nefndin tók vel í hugmyndina og var ákv að Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi komi með drög að reglugerð sem væri hægt að fara eftir.

 

3.      Framkvæmd við Sundlaug Ólafsvíkur

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór ásamt bæjartæknifræðingi á fund þann 9. janúar í Reykjavík vegna fyrirhugaðra framkvæmda við breytingar á sundlauginni. Ef allt gengur eftir er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á undirvinnu í mars. Loka þarf sundlauginni í einhvern tíma á meðan framkvæmdir fara fram en tímasetning kemur nánar í ljós síðar.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sýndi nefndinni teikningar af breytingunum og fór yfir þær með nefndinni. Nokkurar umræður voru um teikningarnar.

Nefndin er mjög ánægð með að framkvæmdir skuli vera að hefjast og telur þessa breytingu eiga eftir að gera mjög góða hluti fyrir bæjarfélagið.

4.      Önnur mál

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá fundi sem hún fór á í Menntamálaráðuneytinu þar sem farið var yfir stefnumótun í íþróttamálum. Á fundinn voru boðaðir íþrótta- og æskulýðsfulltrúar auk ÍSÍ og UMFÍ.

Fleira ekki gert og fundi slitið 18:40
Getum við bætt efni þessarar síðu?