Íþrótta- og æskulýðsnefnd

63. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:24 - 09:24

 

63. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar haldin í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 6. nóvember kl:17:00 Á fundinn mættu: Ari Bent Ómarsson Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Erla Sigurðardóttir Snædís Hjartardóttir Sigrún Ólafsdóttir

 

1.      Félagsmiðstöðin Afdrep

 

Starfið í félagsmiðstöðinni gengur mjög vel og hefur mæting verið góð.

Bæta má aðstöðuna en í einu herbergi hefur komið leki auk þess sem það þarf að laga smávægilega hluti. Upp kom sú hugmynd að halda foreldrakvöld í félagsmiðstöðinni þar sem hjálpast verður að við að laga aðstöðuna en sú skipulagning er í höndum forsvarsmanna félagsmiðstöðvarinnar.

Æskulýðsball verður haldið í Borgarnesi 15. nóvember og er stefnan að fara með ungmennin okkar á það ball eins og undanfarin ár.

Rætt var um opnum á félagsmiðstöð fyrir nemendur í 5-7. bekk eins og var í vor. Mál í vinnslu hjá Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

 

2.      Jólamánuðurinn desember

Kveikt verður á jólatrjám í Ólafsvík og á Hellisandi sunnudaginn 2. desember. Rætt var um það hvort hægt væri að vera með einn viðburð á öðrum staðnum eða ef til vill skiptast á annað hvert ár á sitthvorum staðnum en ákveðið var að halda þessu óbreyttu að þessu sinni.

 

3.      Reglur um sundstaði

Íþrótta og æskulýðsfulltrúi greindi frá því að búið sé að breyta reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund – og baðstöðum. Í nýju reglugerðinni er kveðið á um að börn þurfi að vera tíu ára til að fara ein í sund miðist nú við 1. júní það ár sem börn verða tíu ára, en ekki við afmælisdag barnsins líkt og áður. Miðað er við þessa dagsetningu þar sem þá hafa börnin lokið sundnámi í 4. Bekk. Nefndin fagnar þessari breytingu.

 

4.      Önnur mál

Mikið er um að vera í íþróttahúsinu í nóvember. Helgina 17 – 18. nóvember verður körfuboltamót hjá krökkum í 6-7. bekk auk íslandsmóts í Futsal hjá mfl kk. Helgina 25. Nóvember verður svo íslandsmót í Futsal hjá mfl. kvk.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er að fara til Gautaborgar 19. – 23. nóvember á ráðstefnu með Íþrótta- og æskulýðsfulltrúum um allt land.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 18:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?