62. fundur
13. júlí 2016 kl. 09:26 - 09:26
62. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar haldin í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar
fimmtudaginn 30. ágúst kl:17:00
Á fundinn mættu:
Ari Bent Ómarsson
Brynja Mjöll Ólafsdóttir
Elva Ösp Magnúsdóttir
Snædís Hjartardóttir
Sigrún Ólafsdóttir
1. Starfsmannamál Félagsmiðstöðvarinnar Afdreps
Teknar voru fyrir umsóknir um starf í félagsmiðstöðina Afdrep. Sex skriflegar umsóknir voru um starfið og voru allir umsækjendur kvenkyns. Farið var vel yfir allar umsóknir og var ákveðið að ráða þær Hafdísi Rán Brynjarsdóttur og Halldóru Kristínu Unnarsdóttur.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa var falið að senda svarbréf til allra umsækjenda auk þess að ræða við nýráðna umsjónarmenn um skipulag og fleira.
Rætt var um aðstöðu í félagsmiðstöðinni og ýmislegt sem þarf að laga eftir leka.
2. Vetrarstarf Ungmennafélaganna
Rætt var um hvort búið væri að setja upp tímatöflu fyrir ungmennafélögin í íþróttahúsinu. Íþrótta og æskulýðsfulltrúi greindi frá því að undirbúningurinn væri í vinnslu og myndu félögin koma saman í næstu viku. Nefndarmenn töldu að fyrir næsta ár þyrfti taflan að vera komin út fyrr þar sem erfitt sé til dæmis fyrir tónlistarskóla að raða niður tímum áður en taflan hjá Íþróttafélögunum er gefin út.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá því að hópur hefði haft samband við sig til þess að fá aðstöðu fyrir judoæfingar í vetur. Íþrótta og æskulýðsfulltrúa var falið að finna lausn fyrir þann hóp.
3. Önnur mál
Nefndinni barst erindi frá Sigurjóni Inga Sölvasyni varðandi aðstöðu til skíðaiðnkunar hér í Snæfellsbæ. Nefndin vill þakka Sigurjóni kærlega fyrir flott erindi og var mjög jákvæð fyrir því að skoða hvaða möguleikar væru í að endurvekja skíðaiðnkun hér á svæðinu. Rætt var um aðstöðuna á Fróðarheiði og tækjakost. Ákveðið var að Íþrótta og æskulýðsfulltrúi myndi kanna málið betur og jafnvel leggja erindið fram til kynningar hjá Bæjarstjórn. Ákveðið var að taka málið aftur fyrir á næsta fundi þegar búið væri að skoða málið betur og athuga með tækjakost og annað.
Fleira ekki gert og fundi slitið 18:20 |
|