Íþrótta- og æskulýðsnefnd

60. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:29 - 09:29

 

60. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar haldin í Átthagastofu Snæfellsbæjar Mánudaginn 26. mars kl:17:00

 

Á fundinn mættu: Ari Bent Ómarsson Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Snædís Hjartardóttir Sigrún Ólafsdóttir

 

Fundarmenn byrjuðu á því að bjóða gest fundarins Ragnheiði Dröfn Benediktsdóttur velkomna. Ragnheiður hefur verið í starfskynningu hjá Íþrótta- og æskulýsðfulltúra undanfarið.
  1. Skíðasvæði og skíðaiðkun í Snæfellsbæ

Rætt var um þann möguleiki að endurvekja skíðaiðkun hér í Snæfellgæ og koma upp góðu skíðasvæði. Nú hefur hvergi verið í notkun skíðasvæði fyrir almenning hér á Snæfellsnesi í vestur. Rætt var um hina ýmsu möguleika. Ákveðið var að skoða málið betur og kanna búnað og fleira fyrir næsta vetur.

 

  1. Íþrótta – og tómstundarstefna Snæfellsbæjar.

Rætt um stefnuna.

 

  1. Minnispunkta íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

·         Farið var með 62 ungmenni frá Snæfellsbæ á Samfestinginn (áður Samfés). Ferðin gekk mjög vel og voru krakkarnir bæjarfélaginu til sóma eins og alltaf.

·         Búið er að bóka komu 4. árs hjúkrunarfræðinema úr Reykjavík í félagsmiðstöðina Afdrep til þess að vera með kynfræðslu fyrir 8 – 10 . bekk þann 26. apríl nk. Fræðslan verður kynjaskipt og mun verða boðið uppá að krakkarnir riti nafnlausar spurningar á blað.

·         Haldið verður páskabingó í félagsmiðstöðinni þann 29. Mars fyrir 7-10. Bekk.

·         Íþrótta – og æskulýðsfulltrúi fékk úthlutaðan 75.000 kr styrk frá menningarráði Vesturlands til þess að halda tvenna tónleika fyrir ungmennin okkar. Búið er að bóka tónleika í byrjun maí. Gert er ráð fyrir að tónleikarnir verði tvískiptir þ.e 7 – 10. Bekkur og svo framhaldsskólanemar.

·         Þrjú ungmenni úr Ungmennaráði eru á leið á Ungmennaráðstefnuna ”Ungt fólk og lýðræði” sem haldin er á Hvolsvelli þann 29.- 31. Mars. Mjög góð og fjölbreytt dagskrá er í boði, bæði fyrirlestrar og vinnustofur. Þátttökugjald er 10.000 kr og eru ferðir og uppihald innifalið í þeirri fjárhæð.

·         Íþrótta – og æskulýðsfulltrúa barst bréf frá UMFÍ þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög veiti Íþróttafélögum gistingu í skólum sínum þegar félög eru að koma til að stunda íþróttir svo hægt sé að lágmarka kostnað. Nefndarmenn sammála um að taka þátt í þessu átaki Ungmennahreyfingarinnar veita félögum fría gistingu í skóla / íþróttahúsi ef aðstæður leyfa.

 

  1. Önnur mál

·         Rætt var um afþreyingu fyrir ungmenni í sumar. Rætt var um hvort hægt sé að vera með skólagarða eða smíðavelli fyrir börn eins og hefur verið í nærliggjandi bæjarfélögum.

·         Rætt var um skólahreysti og hvernig hægt er að efla áhuga ungmenna hér í Snæfellsbæ á keppninni. Gera þarf meira úr atburðinum til að auka áhugann. Tryggja þarf að stuðningsmannalið fari ávallt með keppendum til að hvetja þau áfram. Það hefur sýnt sig að það myndast mun meiri stemmning fyrir keppninni ef fleiri fara með til að hvetja sína krakkana áfram. Nefndin leggur til að við næstu fjárhagsáætlun verði ákveðið fjármagn eyrnamerkt þessum málaflokki svo þátttaka okkar bæjarfélags falli ekki niður. Keppni sem þessi er þáttur í forvarnarstarfi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 18:15
Til baka
Getum við bætt efni þessarar síðu?