Íþrótta- og æskulýðsnefnd

59. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:32 - 09:32

 

59. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar haldin í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar Mánudaginn 6. febrúar kl:17:00

 

Á fundinn mættu: Ari Bent Ómarsson Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Erla Sigurðardóttir Snædís Hjartardóttir Sigrún Ólafsdóttir

 

  1. Félagsmiðstöðin Afdrep

Jens Guðmundsson einn af starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar Afdreps kom á fundinn og sagði frá því sem er um að vera þar þessa dagana. Aðsókn hefur verið góð síðastliðnar vikur. Búið er að setja niður dagsrká fram á vorið. Á döfinni er helst, bíókvöld, valentínusarball um miðjan febrúar í Grundarfirði, Samfésball í byrjun mars og margt fleira skemmtilegt.

 

 

  1. Íþrótta – og tómstundarstefna Snæfellsbæjar.

Komið var að því að yfirfara Íþrótta- og tómstundastefnu Snæfellsbæjar en yfirfara á stefnuna á tveggja ára festi. Nefndin yfirfór og bætti inní stefnuna lið 2.3 um Ungmennaráð. Stefnan var að lokum samþykkt af öllum nefndarmönnum.

 

 

  1. Minnispunkta íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

þrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá því að starfsmenn Afdreps fóru með keppendur á undankeppni Samfés sem haldin var í Borgarnesi 26. januar. Okkar keppendur stóðu sig mjög vel en atriði komst því miður ekki áfram.

Breytt hefur verið um nafn hátíðarinnar og hefur hún fengið nafnið ”Samfestingur”.

Samfestingur verður haldið 2. mars nk. í Reykjavík og er gert ráð fyrir að krakkarnir fari með rútu en ekki verður gist í þetta skiptið. Hins vegar er stefnan tekin á að þau fari snemma af stað svo hægt verði að nýta daginn vel og gera eitthvað skemmtilegt með hópinn. Krakkarnir eru orðin mjög spennt.

 

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá því að á döfinni sé að fá hingað 4 árs nema í hjúkrunarfræði úr Reykjavík til þess að koma og verð með kynfræðslu fyrir 8-10. Bekk í félagsmiðstöðinni. Gert er ráð fyrir að krökkunum verði skipt upp eftir kyni.

 

Opnun félagsmiðstöðvarinnar fyrir 5-7. bekk hefur gengið mjög vel og hefur mæting verið í kringum 90%. Krakkarnir eru mjög ánægðir og er alltaf mjög mikið fjör.

 

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fer þann 10. Febrúar ásamt Jöhönnu Jóhannesdóttur fulltrúa Ungmennaráðs til Akureyrar á ráðstefnu með þeim sveitarfélögum sem hafa starfandi Ungmennaráð. Á ráðstefnunni mun meðal annars fara fram mótunarstarf er viðkemur umgmennahúsum um land allt.

 

14 – 15 .Apríl nk. munu Íþrótta- og æskulýsðfulltrúar af öllu landinu koma saman til þings hér í Snæfellsbæ. Skipulagnins er komin vel á veg.

 

 

  1. Önnur mál

 

Umræður um Íþróttahúsið á Hellisandi og notkun á húsnæðinu.

 

Rætt um Sundlaug Snæfellsbæjar. Aðsókn að lauginni og aðstöðu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 18:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?