Íþrótta- og æskulýðsnefnd

58. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:33 - 09:33

 

58. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefnar var haldinn á Hótel Hellisandi þriðjudaginn 29. nóvember 2011 kl: 17:00

 

Á fundinn mættu: Ari Bent Ómarsson Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Erla Sigurðardóttir Snædís Hjartardóttir Sigrún Ólafsdóttir  
  1. Íþrótta – og tómstundarstefna Snæfellsbæjar

Nefndarmenn fóru yfir íþrótta- og tómstundastefnu Snæfellsbæjar. Ákveðið var að nefndarmenn yfirfæru stefnuna hver og einn og kæmu svo með breytingartillögur fyrir næsta fund. Rætt var um hvernig hægt væri að gera stefnuna sýnilegri og kom upp sú hugmynd að birta hana í næstu útgáfu frístundahandbókarinnar auk þess sem hún þarf að vera aðgengileg á Snæfellsbæjarvefnum.

 

  1. Félagsmiðstöðin Afdrep

Rætt var um málefni félagsmiðstöðvarinnar Afdreps. Ákveðið var að hitta forsvarsmenn á næsta fundi og fara yfir starfið og dagskránna eftir áramótin.

Farið var yfir starfið síðustu mánuði, þátttöku og aðstöðu.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi greindi frá því að hópur ungra stúlkna hafi fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar tekið þátt í Stíl þar sem keppt var í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun.

Farið var með stóran hóp ungmenna á ball í Borgarnesi og

gekk sú ferð vel.

Rætt um þá hugmynd að nýta félagsmiðstöðina fyrir 5-7 bekk einn dag í viku. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa var falið að skoða það mál nánar með tillit til fjárhagsáætlunar 2012.

 

  1. Minnispunkta íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar er í vinnslu þessa dagana og hefur Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi átt fund með Bæjarstjórn.

Rætt var um fjáröflunarleiðir fyrir félagsmiðstöðuna Afdrep.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá því að eftir áramótun fær hún til sín stúlku frá Grundarfirði í starfsþjálfun í 1 mánuð.

Rætt var um Ungmennaráð. Ákveðið var að best væri að setja ákveðna fjárhæð til þess málaflokks svo Ungmennin viti hvað þau hafa til umráða yfir veturinn og geti skipulagt starf sitt eftir þvó.

 

  1. Önnur mál

Nefndarmenn ræddu um Sundlaug Snæfellsbæjar og hver staðan væri í þeim málum er lúta að endurbótum og skipulagi útisvæðis.

Rætt var um Íþróttahúsið á Hellisandi og hver stefnan væri með húsnæðið. Mikilvægt er að marka ákveðna stefnu með tilliti til viðhalds og tækjakaupa.

Fundi slitið kl. 18:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?