Íþrótta- og æskulýðsnefnd

57. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:36 - 09:36

 

57. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefnar var haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 25. ágúst 2011 kl: 17:00

 

Á fundinn mættu: Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Erla Sigurðardóttir Snædís Hjartardóttir Sigrún Ólafsdóttir      
  1. Starfsmannamál v/ Félagsmiðstöðvarinnar Afdreps

Teknar voru fyrir umsóknir um starf í félagsmiðstöðinni Afdrep. Nefndarmenn voru sammála um að halda óbreyttu fyrirkomulagi og ráða einn karlkyns og einn kvennkyns umsækjanda. Þrjár skriflegar umsóknir bárust nefndinni að þessu sinni auk þess sem Jens Guðmundsson annar umsjónarmanna félagsmiðstöðvarinnar frá því í vor óskaði eftir áframhaldandi starfi. Nefndarmenn voru sammála um að ráða Jens áfram í starfið auk Hrafnhildar Örnu Árnadóttur sem hefur áður starfað sem umsjónarmaður í félagsmiðstöðinni.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa var falið að senda svarbréf strax til allra umsækjenda auk þess að ræða við nýráðna umsjónarmenn um skipulag og fleira.

Rætt var um aðstöðuna í félagsmiðstöðinni og ýmis atriði sem þarf að yfirfara og laga.

  1. Ungmennaráð

Öll ungmenni sem starfað hafa í ungmennaráði fyrir utan eitt sem hefur nú farið burtu í framhaldsskóla óskuðu eftir að starfa áfram í ráðinu. Ungmennin ásamt Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vinna að því að fá inn nýja manneskju í hennar stað.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun funda með ráðinu í næstu viku og fara yfir það með þeim hvað þau vilja leggja áherslu á fyrir haustið og veturinn auk þess sem farið verður yfir starfsemi Ungmennahúss.

22. – 24. September verður ráðstefna í Reykjavík sem nefnist Ungt fólk og lýðræði og þann 14. Október verður haldið Umhverfisþing á Selfossi þar sem ungmennum um allt land er boðið að koma á. Þessar ráðstefnur verða kynntar fyrir Ungmennaráðinu á fundinum í næstu viku og þá tekin afstaða um það hvort einhverjir hafi áhuga á að fara.

 

  1. Minnispunkta íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

 

Ákveðið var að gefa ekki út Frístundabókina í ár þar sem félög og félagasamtök voru flest frekar léleg í að skila inn upplýsingum í bókina síðast. Því verður meiri áhersla lögð á að setja upplýsingar inná netið og á heimasíðu Snæfellbæjar. Stefnt er að því að gefa Frístundabókina út á næsta ári og miða því framvegis útgáfu hennar við annaðhvert ár.

Farið var yfir 17. Júní hátíðarhöldin og hvernig þátttaka bæjarbúa var í einstökum dagskráliðum.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá því að næsta vor munu allir Íþrótta- og æskulýðsfulltrúar á landinu koma hingað vestur á þing.

Þann 22. September fer Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á haustfund Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa en þar mun vera fjallað um Lyfjamisnotkun, notkun orkudrykkja og stera.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá því að Skíðalandsliðið væri búið að hafa samband varðandi æfingaraðstöðu fyrir liðið á meðan það stundar æfingar á Snæfellsjökli. Einnig hafði íþróttafélag af suðurlandi haft samband varðandi aðstöðu til þess að koma og vera með æfingarbúðir fyrir lið sitt eina helgi núna á haustmánuðum. Nefndarmenn voru sammála um að taka vel á móti liðum sem þessum og aðstoða þau eftir fremsta megni.

4. Önnur mál.

Að lokum ræddi nefndin um málefni sundlaugarinnar, aðstöðu og framtíðar uppbyggingu. Einnig var rætt um lokun sundlaugarinnar þann 1. ágúst síðast liðinn og hvort þörf væri fyrir að hafa opið þann dag.

Fundi slitið kl. 18:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?