Íþrótta- og æskulýðsnefnd

56. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:37 - 09:37

 

56. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefnar var haldinn á Bæjargilinu mánudaginn 30. Maí 2011 kl: 17:00 Á fundinn mættu: Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Erla Sigurðardóttir Snædís Hjartardóttir Sigrún Ólafsdóttir  
  1. 17. Júní hátíðarhöld

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fundaði í apríl með þeim nefndum/félögum sem sýnt höfðu áhuga á að taka þátt í skipulagningu fyrir 17. Júní hátíðarhöld.

Á þann fund mættu auk Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Þórdís Björgvinsdóttir fyrir Lista- og menningarnefnd, Barbara Fleckinger fyrir Pakkhúsnefnd og Ægir Þór Þórsson fyrir ungmennaráð.

Ýmsar hugmyndir komu fram á fundinum. Undirbúningur gengur vel og er búið að fastmóta nokkrar dagskráliði. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi vinnur áfram að skipulagningu næstu 2 vikurnar.

2. Ungmennaráð / Ungmennahús

Ungmennahúsið hefur gengið ágætlega þennan fyrsta vetur sem það hefur verið opið. Í heildina litið mætti mætingin vera betri en alltaf er ákveðinn hópur sem kíkir við og er reglulega að mæta. Í haust þarf að skipuleggja starfsemi Ungmennahússins um leið og farið verður að skipuleggja starfsemi og mannaráðningar í félagsmiðstöðuna.

Nefndin ræddi um mikilvægi þess að fá til okkar hingað í Snæfellsbæ einhver forvarnarverkefni þegar líða tekur á haustið hvort heldur sem er fyrir unglingana eða foreldra.

Nú er forvarnarverkefni í gangi sem ber yfirskriftina “Bara gras” og hefur það meginmarkmið að koma upplýsingum til foreldra og annarra uppalenda um skaðleg áhrif kannabisneyslu (hass, marijúana, „gras“), sérstaklega á ungt fólk. Verkefnið er unnið í samvinnu við félagasamtök um land allt og hefur Kvenfélagið verið í sambandi við tengiliði verkefnisins. Nefndinni telur verkefni sem þetta nauðsynlegt og teljur mikilvægt að forvarnarverkefni séu reglulega á dagskrá. Auk þessa verkefnis væri áhugavert að reyna að fá til okkar annað verkefni sem höfðar þá sérstaklega til ungmennanna.

3. Minnispunkta íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

 

Rætt um málefni Íþróttahúss og sundlaugar. Búið er að ráða sumarstarfsfólk í flest afleysingarstörf fyrir sumarið.

Fundi slitið kl. 18:15
Getum við bætt efni þessarar síðu?