Íþrótta- og æskulýðsnefnd

55. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:38 - 09:38

 

55. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefnar var haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar mánudaginn 28. mars 2011 kl: 17:00 Á fundinn mættu: Ari Bent Ómarsson Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Erla Sigurðardóttir Snædís Hjartardóttir Sigrún Ólafsdóttir

 

Ungmennaráð / Ungmennahús

Ungmennin okkar í Ungmennaráði hafa verið mjög áhugasöm og dugleg í að koma Ungmennahúsinu á laggirnar. Opnunarkvöld Ungmennahússins tókst mjög vel og eru allir mjög ánægðir með hvernig til tókst. Fín mæting hefur verið í húsið og er ágætis rennerí hjá krökkunum.

Ráðstefna verður haldin í Reykjavík þann 16. apríl fyrir þau sem starfa í Ungmennaráðinu. Ekki er ákveðið hvort einhverjir fulltrúar fara fyrir hönd Snæfellbæjar en það yrði mjög gott ef einhver úr ráðinu hefði möguleika á því að mæta.

Fundargerðir Ungmennaráðs voru lagðar fram til samþykktar. Þær voru samþykktar með öllum atkvæðum Íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Fjárhagsáætlun

Óbreytt framlag til Íþrótta- og æskulýðsmála fyrir árið 2011. Nefndarmenn eru ánægðir að ekki skuli verið skorið niður til þessa málaflokks. Nefndarmenn eru hins vegar afar ósáttir við að öllum framkvæmdum við Sundlaug og útipottaaðstöðu skuli vera frestað. Lögð var fram bókun í framhaldi af þessari umræðu.

17. Júní hátíðarhöld

Nefndinn hefur borist svarbréf frá tveimur nefndum sem fengu bréf vegna 17. Júní hátíðarhalda. Þessir aðilar hafa tekið mjög jákvætt í að taka á einhver hátt í skipulagningunni.

Vonast er til að svör berist fljótlega frá þeim aðilum sem eiga eftir að svara.

Byrjað er að vinna í að skipuleggja dagskráliði.

 Önnur mál

Um 54 unglingar úr Snæfellsbæ fóru á Samfés og gekk sú ferð einstaklega vel . Farið var með rútu og gist í Reykjavík.

Menntamálaráðuneytið stendur fyrir málþingi þann 28. apríl sem ber yfirskriftina “ Þátttaka er lífsstíll”. Málþingið verður haldið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og er ekkert þátttökugjald á þingið. Á þessu málþingi verður talað fyrir því að þátttaka sé undirstaða alls og fólk hvatt til að taka þátt í því sem í boði er.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 18.00
Getum við bætt efni þessarar síðu?