Íþrótta- og æskulýðsnefnd

54. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:41 - 09:41

 

54. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefnar var haldinn þriðjudaginn 18. janúar 2011 kl: 16:00 Á fundinn mættu: Ari Bent Ómarsson Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Erla Sigurðardóttir Sigrún Ólafsdóttir Snædís Hjartardóttir

 

1.      Félagsmiðstöðin Afdrep

Við fengum til okkar á fundinn góða gesti þau Heiðrúnu Huld Hallgrímsdóttur og Jens Guðmundsson forstöðumenn félagsmiðstöðvarinnar Afdreps. Þau sögðu frá starfi félagsmiðstöðvarinnar og því sem framundan væri á næstu mánuðum. Búið er að útbúa dagskrá fram á vorið sem auglýst verður fyrir krakkana einn mánuð í senn.

Ungmennin hafa verið að mæta ágætlega í félagsmiðstöðina en þó hefur verið slakari mæting núna rétt eftir áramótin. 10. Bekkur hefur verið minnst að mæta en þó hefur verið fastur kjarni úr þeim bekk sem mætir alltaf.

Félagsmiðstöðinni barst á dögunum glæsileg gjöf frá Rauðakrossinum hjá í Snæfellsbæ og mun sú gjöf koma sér mjög vel fyrir ungmennin og á hún eftir að vekja mikla lukku.

Dræm þátttaka var hjá krökkunum í keppninni Stíl fyrir ármótin og bendir allt til þess að sömu sögu verði að segja um söngvakeppnina sem fara á fram núna fljótlega.

Þau Heiðrún og Jens eru nú að vinna í því að tengja betur saman nemendaráðið við starfsemi félagsmiðstöðvarinnar þannig að virkari tenging sé þarna á milli.

Við þökkum þeim Heiðrúnu og Jens kærlega fyrir komuna og kynninguna á því starfi sem þau eru að vinna að með unglingunum okkar.

 

2.      Ungmennaráð

Nú er ungmennaráðið nánast að vera fullmannað en eitt ungmenni vantar ennþá. Nefndin ákvað að boða ráðið til fundar með formanni Íþrótta- og æskulýðsnefnar og Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa núna í lok mánaðarins. Þá mun erindisbréfið verða afhent.

 

3.      Önnur mál

-          Haft var samband við Íþrótta- og æskulýðfulltrúa vegan dansleiks sem fyrirhugað er að halda í Grundarfirði í febrúar á vegum útskriftarhóps Fjölbrautaskóla Snæfellsness. Á dagskránni er að halda eitt ball fyrir ungmenni í 8 – 10. Bekk og svo annað ball í kjölfarið fyrir 16 ára og eldri.

 

-          Auglýst hefur verið eftir styrkjum úr Æskulýðssjóði. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur sótt um undanfarin ár en enn ekki fengið styrk úr sjóðnum. Ákveðið var að benda íþróttafélögunum Víkingi og Reyni á að sækja um í sjóðnum að þessu sinni.

 

-          Lífshlaupið byrjar núna í febrúar. Gott og gaman fyrir fyrirtæki og stofnanir að hvetja sitt starfsfólk til þátttöku, hvort sem er í einstaklings eða liðakeppni. Ákveðið að auglýsa og minna á þegar nær dregur.

 

-          Mjög góð aðsókn var í Sundlaugina í nóvembermánuði þegar ákveðið var að frítt yrði í sund fyrir alla. Jókst aðsóknin í laugina miðað við sama mánuð árið á undan um 20%.

Ný gjaldskrá hefur tekið gildi í Sundlaug Snæfellsbæjar og var engin hækkun frá því sem áður var. Eina breytingin sem gerð hefur verið er að búið er að taka tillit til nýrrar reglugerðar um aukið öryggi á sundstöðum sem tók gildi nú um áramótin. Því var ákveðið að í stað þess að 7 ára og eldri greiði 200 kr er nú miðað við 10 ára aldurinn. Frítt er því í sund fyrir 0-9 ára.

 

Í framhaldi af þessu vill Íþrótta- og æskulýðnefnd leggja fram eftirfarandi bókun sem samþykkt er af öllum nefndarmönnum:

Ný reglugerð um aukið öryggi á sundstöðum sem tók gildi nú um áramótin Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð sem auka mun öryggi fólks á sundstöðum. Í reglugerðinni eru gerðar ítarlegri kröfur um öryggiskerfi og laugargæslu en gert var í eldri reglugerð. Þá eru auknar kröfur gerðar um öryggi barna og sérstakar kröfur gerðar til sundlaugavarða, kennara og þjálfara. Þá er börnum yngri en 10 ára ( afmælisdagurinn gildir) óheimilt að fara í sund nema í fylgd með syndum einstaklingi sem er 15 ára eða eldri. Íþrótta – og æskulýðasnend styður íþrótta og æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar í ákvörðun sinni um að láta árið gilda í stað afmælisdags, eins nýja reglugerðin segir til um. -          17. júní hátíðarhöld

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er farin að huga að dagskrárhöldum fyrir 17. Júní. Umræða skapaðist um þennan dag og kom upp sú hugmynd að gaman væri að fá fleiri aðila að hugmyndavinnu í tengslum við þennan dag. Ákveðið var að senda bréf til annarra nefnda og félagasamtaka um það hvort þeir hefðu áhuga á að koma að þessum hátíðarhöldum með því að leggja til eina manneskju í sínum röðum í hugmyndavinnu með Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

 

Fleira ekki gjört og fundi slitið klukkan 17:15
Getum við bætt efni þessarar síðu?