Íþrótta- og æskulýðsnefnd

53. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:44 - 09:44

 

53. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefnar var haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 05. október 2010 kl: 16:00 Á fundinn mættu: Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Erla Sigurðardóttir Guðný Jakobsdóttir Sigrún Ólafsdóttir  

Fundurinn byrjaði á kynning á niðurstöðum úr lýðheilsuverkefni sem Snæfellsbær hefur verið þátttakandi í. Á kynningunni voru auk nefndarinnar fulltrúar leikskólanna, fulltrúar lýðheilsuhóps og Kristinn bæjarstjóri.

Snæfellsbær kom mjög vel út úr verkefninu og hefur mjög góður árangur náðst á þeim árum sem verkefnið stóð yfir og kemur Snæfellsbær mjög vel út miðað við önnur sveitarfélög. Stefnt er að því að umfjöllun um verkefnið og niðurstöður þess verði birtar í bæjarblaðinu.

Eftir kynninguna tók við almennur fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar.

  1.      Frístundahandbók

Íþrótta og æskulýðsfulltrúi sagði frá frístundahandbókinni. Bókin er klár og mun koma út á næstu dögum. Eitthvað er um upplýsingar um félög sem voru ekki með í bókinni í fyrra.

 

2.      Ungmennaráð

Nefndin auglýsti í Bæjarblaðinu Jökli eftir ungmennum til þess að starfa í Ungmennaráði. Engin viðbröð voru við auglýsingunni og hafði enginn samband. Íþrótta- og æskuklýðsfulltrúa var falið að hafa samband við ungmenni um að starfa í ráðinu.

 

3.      Sundlaug

Íþrótta – og æskulýðsfulltrúi sagði frá því að góð aðsókn hefði verið að sundlauginni það sem af er þessu ári. Búið er að kanna verð í sundlaugum um landið og kom í ljós að gjald barna er frekar hátt en gjald fullorðinna frekar lágt. Sveitarfélög hafa rætt þá hugmynd að samsæma gjaldskrá sína, málið er þó í vinnslu. Búið er að taka ákvörðun um að bjóða frítt í sund í nóvember mánuði.

 

4.      Félagsmiðstöð

Góð aðsókn er að félagsmiðstöðinni. Búið er að kaupa borð og stóla. Næsti stóri viðburður félagsmiðstöðvarinnar er Stíll 2010. Skráning er byrjuð og er vonast til að þátttaka verði það góð að hægt verið að halda keppni þar sem bæjarbúar geti komið og séð.

Fleira ekki gjört og fundi slitið kl: 17:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?