Íþrótta- og æskulýðsnefnd

52. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:46 - 09:46

 

52. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefnar var haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 24. ágúst 2010 kl: 16:30 Á fundinn mættu: Ari Bent Ómarsson Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Erla Sigurðardóttir Sigrún Ólafsdóttir Vilborg Lilja Stefánsdóttir

 

 

1.      Kosning formanns og ritara  

Smávæginlegar breytingar hafa átt sér stað á skipan aðalmanna í Íþrótta- og æskulýðsnefnd. Ari Bent Ómarsson hefur komið inn í stað Hafdísar Ránar sem aðalmaður. Vilborg Lilja sat þennan fund fyrir Snædísi Hjartardóttur sem forfallast.

Brynja Mjöll var áfram kosin formaður og Elva Ösp ritari.

 

2.      Ungmennaráð

Ákveðið var að fela Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að sjá um að auglýsa eftir ungmennum sem hafa áhuga á að starfa í ungmennaráði. Með því að auglýsa eftir nefndarmönnum telur nefndin að frekar verði hægt að ná til þeirra krakka sem hafi áhuga á að starfa í ráðinu. Lagt var fram erindisbréf sem búið var að samþykkja af Bæjarstjórn í vor sem senda á til þeirra ungmenna sem tilnefnd verða í ráðið.

  3.      Ráðning starfsmanna í félagsmiðstöðina Afdrep

Teknar voru fyrir umsóknir um störf í félagsmiðstöðinni Afdrep. Sjaldan hafa komið inn svona margar umsóknir en átta skriflegar umsóknir bárust nefndinni. Nefndin fór vel yfir allar umsóknirnar og var ákveðið að miða við að ráða einn kvennkyns og einn karlskyns umsækjanda. Ákveðið var að ráða þau Jens Guðmundsson og Heiðrúnu Huldu Hallgrímsdóttur. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa var falið að ræða við þau um skipulag og fl. Auk þess var Íþrótta og æskulýðsfulltrúa falið að senda svarbréf til allra umsækjenda.

  4.      Minnispunktar Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

Vinna við Frístundabókina er komin á fullt skrið og er tölvuvert síðan bréf var sent út til allra félaga og nefnda í Snæfellsbæ. Upphaflega var ætlunin að gefa út bókina á rafrænu formi en Sigrún greindi frá því að hún hefði fengið styrk frá Landsbankanum til þess að gefa bókina úr á prenti.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið að vinna í að raða niður tímum í stundarskrá með stjórn Ungmennafélagsins og er sú vinna vel á veg komin. Nefndin taldi mikilvægt að reyna að nýta íþróttahúsið sem best og má reyna að skipta salnum niður í sumum tímum.

 

5.      Önnur mál.

Ákveðið var að fundartímar yrði framvegis klukkan 17:00. Samþykkt var að Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hafi samband við formann þegar tímabært sé að halda fundi í stað þess að ákveða fasta fundardaga.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 18:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?