Íþrótta- og æskulýðsnefnd

51. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:47 - 09:47

 

51. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar var haldinn á Hótel Hellisandi þriðjudaginn 27. apríl 2010 kl: 16:10 Mættar voru: Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Erla Sigurðardóttir Hafdís Rán Brynjarsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Snædís Hjartardóttir

 

1.      Ungmennaráð

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fyrir nefndina dæmi um erindisbréf vegna ungmennaráðs sem ætlunin er að senda til nefndarmanna við skipun þeirra eftir kosningar núna í vor. Í bréfinu er meðal annars getið um tilgang ráðsins, fulltrúa þess, kjörtímabil og fundi.

Nefndin samþykkti að bréfið yrði útfært og aðlagað betur að Snæfellsbæ og sent yrði með 51. fundargerðinni til bæjarstjórnar /bæjarráðs til samþykktar.

  2.      Afmæli sundlaugar

Sundlaugin á 40 ára afmæli þann 25. júlí 2010. Nefndin ræddi um ýmislegt sem mögulegt væri að gera í tilefni afmælisins.

Rætt var um almennt viðhald sundlaugar sem verður núna í vor, gert er ráð fyrir 4 daga lokun á meðan á því stendur.

Þar sem ekki er fyrirsjáanlegt í náinni framtíð að byggð verði ný sundlaug telur nefndin mikilvægt að hlúa að því sem við höfum nú og reyna að aðlaga aðstæðum hverju sinni.

Nefndin ákvað því að leggja fram tillögu að í tilefni afmælisins láti Bæjarstjórn draum margra bæjarbúa um annan heitan pott í sundlauginni verða að veruleika.

Nefndarmenn samþykktu að senda þessa tillögu áfram til bæjarstjórnar / bæjarráðs.

  3.      Önnur mál

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi greindi frá því að haft hafi verið samband við hana vegna söngvakeppni sem fyrirhugað er að halda hér í Ólafsvík í sumar. Keppnin heitir Röddin 2010 og er ætluð krökkum á aldrinum 10-16 ára. Fyrirkomulag keppninnar svipar til „Idolsins“ þar sem áheyrnaprufur eru á nokkrum stöðum um landið og myndi Ólafsvík vera eini viðkomustaðurinn hér á Snæfellsnesi. Ætlunin er að gera sjónvarpsþætti um keppnina og myndu bæjarfélögin þar sem keppnin fer fram fá góða kynningu í þáttunum. Nefndin telur þetta geta verið góða kynningu fyrir bæjarfélagið og er von okkar að þetta eigi eftir að ganga eftir.

 

Skipulagning á 17. júní dagskrá er aðeins komin af stað. Búið er að hafa samband við Ungmennafélagið um að þeir komi einnig að dagskránni.

 

Aðsókn í félagsmiðstöðina hefur farið minnkandi núna með vorinu. Svo virðist sem krakkarnir séu meira úti og er sparkvöllurinn mjög vinsæll þessa dagana. Stefnan tekin á að skipuleggja skemmtilegt lokakvöld í maí fyrir krakkana í félagsmiðstöðinni.

 

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi greindi frá því að hún væri að fara á námskeið um helgina með íþrótta- og æskulýðsfulltrúum um land allt. Nefndin var mjög ánægð með það þar sem alltaf er gott að hitta aðra fulltrúa og sjá hvað þeir eru að gera og bera saman bækur sínar.

 

Nefndin ræddi um sundnámskeið fyrir 5 ára börn. Ekki er búið að halda slíkt námskeið fyrir börn fædd 2004. Nefndin taldi best að halda slíkt námskeið fyrir skólalok áður en almenn opnun verður í sundlauginni og þessi börn færu í sumarfrí á leikskólum.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 17:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?