Íþrótta- og æskulýðsnefnd

50. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:49 - 09:49

 

50. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefnar var haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 18. febrúar 2010 kl: 11:30 Mættar voru: Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Snædís Hjartardóttir

 

1.      Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Afdreps.

Íþrótta og æskulýðsfulltrúi gerði nefndinni grein fyrir því að það þyrfti að ráða starfskraft í félagsmiðstöðina fram á vorið þar sem annar núverandi umsjónarmanna hefur hætt störfum. Nefndin ákvað að leita til fyrri umsækjanda og var ákveðið að ráða Magnús Má Leifsson í starfið. Sigrúnu var falið að ræða við hann og núverandi umsjónarmann um skipulag og fl.

 

 

2.      Önnur mál

Rætt var um starf ungmennaráðs og var Sigrúnu falið að ræða við formann þess um að endurnýja þyrfti í ráðinu þar sem einhverjir nefndarmenn falla út sökum aldurs.

Mjög góð aðsókn er á samfés sem fram fer í Reykjavík 26. febrúar, fjölgun á krökkum frá því í fyrra. Krakkarnir munu fara með rútu frá Snæfellsbæ um hádegisbilið og fara í Kringluna og sund áður en sjálf keppnin byrjar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 12:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?