Íþrótta- og æskulýðsnefnd

49. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:50 - 09:50

 

49. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefnar var haldinn að Grundarbraut 45 miðvikudaginn 13. janúar 2010 kl: 16:15                          Mættar voru:                          Brynja Mjöll Ólafsdóttir                          Elva Ösp Magnúsdóttir                          Erla Sigurðardóttir                          Snædís Hjartardóttir

 

1.                    Erindi: bréf til íþrótta- og tómstundarfulltrúa, nefndarinnar og bæjarstjórnar frá Kristjáni Þórðarsyni varðandi kostnað á akstri foreldra frá Staðarsveitinni á íþróttaæfingar.

Kynnt var niðurstaða málsins og voru nefndarmenn sáttir við hana. Ákveðið hefur verið að eftir 1 ár verði málið skoðað aftur og lagt mat á hvort þessu fyrirkomulagi verði haldið áfram eða því breytt.

 

Önnur mál

Nefndin setti sér þér þær reglur að nefndarmenn ættu að láta formann vita hvort þeir komist á fundi eða ekki með því að svara fundarboði þannig að formaður viti hvort nefndarmenn hafi séð fundarboðið.

 

Rætt var um hvort Lýðheilsuverkefni væri ekki lengur í gangi og var ákveðið að kanna það fyrir næsta fund.

 

Rætt var um aðsókn og starfssemi félagsmiðstöðinnar – nefndin ánægð með starfsemina þar.

 

Ákveðið var að vinna vegna endurnýjun á Íþrótta- og æskulýðsstefnu Snæfellsbæjar yrði látin bíða þar til í haust.

 

Á næsta fundi mun íþrótta og æskulýðsfulltrúi koma með hugmyndir/kynningu varðandi Ungmennaráð, m.a. er komið að endurnýjun í ráðinu o.fl

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 17:10

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?