Íþrótta- og æskulýðsnefnd

48. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:51 - 09:51

 

48. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefnar verður haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar miðvikudaginn 14. október 2009 kl: 16:05 Mættar voru: Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Erla Sigurðardóttir Hafdís Rán Brynjarsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Snædís Hjartardóttir 1.                     Bréf frá Kristjáni Þórðarsyni varðandi kostnað á akstri foreldra, frá Staðarsveitinni, á íþróttaæfingar og í félagsmiðstöðina Afdrep.

Tekið var fyrir bréf frá Kristjáni Þórðarsyni varðandi ferðakostnað foreldra vegna barna sem hafa áhuga á að stunda íþróttaæfingar og sækja dagskrá í félagsmiðstöðinni Afdrep. Formaður nefndarinnar var búin að kanna hvaða styrk Snæfellsbær er að veita nú þegar til málefnisins auk þess sem búið var að skoða hvernig slíkum málum er nú háttað í Borgarbyggð. Ýmsar umræður spunnust um málið og var ákveðið að fela Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að hafa samband við Kristján og fá fleiri upplýsingar um málið. Ákveðið að taka málið upp aftur á næsta fundi.

  2.                     Erindi frá formanni og íþrótta – og æskulýðsfulltrúa lagt fram um merkingar á mannvirkjum Snæfellsbæjar

Nefndin ræddi um merkingar á Íþróttamannvirkjum Snæfellsbæjar en merkingum er á sumum stöðum ábótavant. Formaður og Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lögðu fram tillögu um að þegar farið verður á stað að láta úbúa merkingar á mannvirki Snæfellsbæjar verði reynt að samræma það merkjum sem koma fram í vinnu Skólastefnu Snæfellsbæjar. Nefndarmenn samþykktu að senda þessa tillögu áfram til bæjarstjórnar.

  3.                     Umfjöllun nefndarinnar um útgefna Frístunabók.

Nefndarmenn vildu þakka Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fyrir vel unnin störf við útgáfu Frístundarbókarinnar. Almenn ánægja er meðal íbúa Snæfellsbæjar með þetta framtak.

  4.                     Önnur mál

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ræddi um skilti um bann við notkun tóbaks á og við fótboltavöllinn. Haft var samband við lýðheilsustöð varðandi slíkt skilti. Merkið var ekki til en lýðheilsustöð bauðst til að senda okkur aðrar merkingar sem ætti að vera hægt að nota.

Rætt var um verkefnið Evrópa Ungafólksins á vegum ESB. Nefndin hafði áður rætt þetta verkefni en þá var málinu vísað til Ungmennaráðs. Engin viðbrögð eru komin frá Ungmennaráðinu en nefndin taldi að best væri að skoða málið eftir áramótin en umsóknarfestur fyrir næstu námskeið er í febrúar á næsta ári.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá undankeppni „Stíl“ sem á að halda í Röstinni þann 22. Október. Undirbúningur gengur vel.

Félagsmiðstöðin gengur vel og er aðsóknin búin að vera mjög góð þar sem af er komið haustinu. Vinna hefur verið lögð í að snyrta og bæta aðstöðuna og gengur sú vinna mjög vel.

 

  Fleira ekki gjört og fundi slitið kl: 17:00 .
Getum við bætt efni þessarar síðu?