Íþrótta- og æskulýðsnefnd

46. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:54 - 09:54

 

46. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefnar, haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 18. Ágúst 2009 kl: 16:00.

Mættar voru:

Brynja Mjöll Ólafsdóttir

Elva Ösp Magnúsdóttir

Erla Sigurðardóttir

Hafdís Rán Brynjarsdóttir

Sigrún Ólafsdóttir

Snædís Hjartardóttir

1.       Félagsmiðstöðin

Ákveðið var að Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi myndi auglýsa eftir umsjónarmanni með félagsmiðstöðinni. Ákveðið var að umsóknarfrestur yrði til 1. September. Opnunartími félagsmiðstöðvarinnar verður sá sami og í fyrra þ.e frá 19:30 -22:00.

 

2.       Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnir vinnslu á Íþrótta- og tómstundarbæklingi.

Sigrún sagði frá þeirri vinnu sem hún hefur unnið í tengslum við Íþrótta- og tómstundarbæklinginn sem á að koma út núna í september. Bréf var sent á öll félög þar sem þeim var sagt frá verkefninu og þau beðin um að skila inn efni í bæklinginn fyrir 21. ágúst. einnig var sett auglýsing í Jökul þar sem félögin voru minnt á að skila inn sínu efni. Þegar hafa einhver félög skilað inn og nokkur haft samband til þess að fá nánari útskýringar á efni bæklingsins. Nefndin ræddi um þann möguleika að hafa tómstundarbæklinginn aðgengilegan á heimasíðu Snæfellsbæjar þannig að ávalt færi nýjasta uppfærsla á honum þar. Í framtíðinni er svo gert ráð fyrir að bæklingurinn á rafrænu formi þar sem tölvuverður kostnaður liggur í prentun á slíkum bæklingi.

  3.       Leikritið Moulin Rouge frumsýnt á Klifi.

Nefndin fjallaði um að sýningu á leikritinu Mouline Rouge sem Kristný Rós Gústafsdóttir hefur verið að vinna að með unglingum hér úr Snæfellsbæ. Þetta framtak Kristnýjar er mjög jákvætt fyrir bæjarfélagið allt æskulýðsstarf hér í bænum.

 

 

4.       Minnispunktar formanns og annarra.

Brynja og Sigrún kynntu bréf sem barst frá Samfés þar sem verið er að kynna námskeið sem okkur gefst tækifæri á að sækja í Evrópu á vegum ungmennaáætlunar ESB, Evrópa unga fólksins (EUF). Á námskeiðunum er ungmennaáætlun kynnt og þeir möguleikar sem í henni felst fyrir ungt fólk og þá sem vinna með ungu fólki. Þar er einnig lögð áhersla á að mynda samstarf milli landa og oft á tíðum verða til samstarfsverkefni út frá þessum námskeiðum. Evrópusambandið fjármagnar þessi námskeið, landsskrifstofur EUF í Evrópu sem halda námskeiðin borga fæði og gistingu en ferðastyrk er hægt að sækja hjá Evrópu Ungafólksins á Íslandi.

Nefndarmenn töldu að þetta gæti verið mjög áhugavert og var ákveðið að senda bréfið áfram til Ungmennaráðs og kanna þeirra áhuga fyrir verkefninu.

 

Nefndarmenn voru ánægðir með hvað Íþrótta- og æskulýðsstarf hefur verið blómlegt hér í Snæfellsbæ í sumar og er það von okkar að starfið verði jafn öflugt í vetur.

 

 

Fleira ekki gjört og fundi slitið kr. 17:30

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?