Íþrótta- og æskulýðsnefnd

44. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:56 - 09:56

 

44. Fundur Íþrótta – og æskulýðsnefndar, haldinn að Grundarabraut 45, þriðjudaginn 24. febrúar 2009, kl. 16.30. Mættir voru:

Brynja Mjöll Ólafsdóttir

Elva Ösp Magnúsdóttir

Erla Sigurðardóttir

Sigrún Ólafsdóttir

Snædís Hjartardóttir

1.      Ungmennaráð.

 

Tekið var fyrir bréf um Ungmennaráðstefnu sem mun fara fram þann 4.-5 mars n.k á Akureyri. Nefndin lýsti yfir áhuga á að 1-2 úr ungmennaráði Snæfellsbæjar myndu fara á ráðstefnuna.

Nefndin taldi að með því að senda okkar fulltrúa myndu meðlimir ráðsins kynnast betur starfsemi slíkra ráða og kynnast því sem önnur ráð um landið eru að gera.

Brynju var falið að hafa samband við Ungmennaráðið okkar og athuga hvort þau hefðu ekki áhuga á að senda einhverja úr ráðinu.

 

 

2.       Skýrsla frá ÍSÍ, ásamt skýrslu vinnuhóps um áhrif efnahagsáhrifsins á íþróttahreytinguna í landinu.  

Nefndin ræddi um skýrslu sem barst frá ÍSÍ er varðar áhrif efnahagsáhrifsins á Íþróttahreyfinguna í landinu. Sérstaklega skoðaði nefndin þann þátt skýrslunnar er snéri að Barna- og unglingastarfi.

Einnig var tekið fyrir bréf sem barst Íþrótta- og æskulýsðfulltrúa frá Íþrótta- og tómstundaráði Akranes þar sem fram kemur að Akranesbær hefur ákveðið að koma til móts við sína iðnkendur með sérstöku framlagi á árinu 2009 til barna er fædd eru 1991-2002.

Ýmsar umræður spunnust um þennan lið og voru nefndarmenn sammála um að senda bæjarstjórn Snæfellsbæjar bréf varðandi þetta mál.

 

3.      Sundlaug Ólafsvíkur

 

Íþrótta og æskulýsðfulltrúi sagði frá því að gríðarleg aukning sé í aðsókn að lauginni.

Nefndin fjallaði um aðstöðuna í Sundlaug Ólafsvíkur. Ýmislegt er ábótavant hvað varðar aðstöðuna. Nefndin ræddu um hvort hægt væri að gera eitthvað fyrir sundlaugina

til þess að bæta aðstöðuna. Ákveðið var að taka þessa umræðu aftur upp á næsta fundi.

 

4.       Minnispunktar formanns og annarra.    

Íþrótta- og æskulýsðfulltrúi sagði nefndinni frá vel heppnaðri ferð til Reykjavík þar sem 50 ungmenni úr 8. – 10. Bekk fóru á Samfés ball og söngvakeppni Grunnskólanna á síðustu helgi.

Krakkarnir gistu yfir eina nótt í vinabæ okkar Álftanesi. Þessi ferð gekk rosalega vel og voru allir krakkarnir til fyrirmyndar.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17:45
Getum við bætt efni þessarar síðu?