Íþrótta- og æskulýðsnefnd

42. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:58 - 09:58

 

42. fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar, haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík  þriðjudaginn  28. október 2008 kl 16:30

 

Mættar voru:

Brynja Mjöll Ólafsdóttir

Elva Ösp Magnúsdóttir

Snædís Hjartardóttir

Hafdís Rán Brynjarsdóttir

Sigrún Ólafsdóttir

 

Breytingar á skipan nefndarinnar tilkynntar.

 

Nýjir nefndarmenn hafa verið kosnir í stað Ragnars Mar Sigrúnarsonar og Sigrúnar Ólafsdóttur. Aðalmenn eru þær Erla Kristín Sigurðardóttir sem kemur ný inn og Elva Ösp Magnúsdóttir sem var varamaður áður. Nýr varamaður í hennar stað var kosinn Gísli Marteinsson. Nefndin kaus Elvu sem ritara.

 

 

1.Ungmennaráð

 

Tekið var fyrir bréf frá SÍS varðandi tilnefninu í ungmennaráð. Sigrún tók málið til skoðunnar og ætlaði að tala við nokkra aðila sem nefndinni þótti álitlegir til þess starfa í slíku ráði.

 

 

2. Bréf frá stjórn Víkings

 

Nefndinni barst bréf frá stjórn umf. Víkings varðandi niðurröðun á tímum í íþróttahúsinu. Samþykkt að skoða málið vel við næstu töflugerð.

 

 

3. Minnispunkta formans og annarra.

 

Í ljósi samfélagslegra aðstæðna benti formaður á að huga þyrfti vel að íþrótta- og æskulýðsstarfi. Hætta sé á að með minnkandi efnahag og hækkuðum æfingagjöldum muni þátttakendum fækka.

 

Rætt var um starfið í félagsmiðstöðinni auk þess sem Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá samstarfi sem gert var við Kristný Rós Gústafsdóttur. Það felur í sér að Kristný kemur og er tvær helgar í mánuði með unglingunum þar sem ýmislegt skemmtilegt er á dagskránni. Þetta hefur gengið mjög vel og verið geysi vinsælt.

 

Þá sagði Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi frá undankeppni fyrir Stíl sem haldin verður í Félagsheimilinu Klifi. Keppnin verður tvískipt annars vegar söngva – og hins vegar hönnunarkeppni. Selt verður inn fyrir 16 ára og eldri og mun ágóðinn renna til kaupa á heimabíói fyrir félagsmiðstöðina Afdrep.

 

 

Fleira ekki gjört , fundi slitið 17:40
Getum við bætt efni þessarar síðu?