Íþrótta- og æskulýðsnefnd

41. fundur 13. júlí 2016 kl. 10:03 - 10:03

 

41. fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar, haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík fimmtudaginn 04. september 2008 kl 16:30  

 

 

Mættir voru:

Brynja Mjöll Ólafsdóttir

Elva Ösp Magnúsdóttir

Snædís Hjartardóttir

Sigrún Ólafsdóttir

 

 
  1. Teknar fyrir umsóknir, varðandi félagsmiðstöðina Afdrep.
 

Ein formleg umsókn barst en nokkrir spurðust fyrir, nefndinni leist vel á möguleikana sem voru í stöðunni. Sigrúnu Ólafsdóttur þó falið að fara endanlega yfir niðurstöðu fundarins.

 

 

  1. Minnispunkta formans og annarra.
 

Bjóðum við nefndarmenn Sigrúnu velkomna til starfa sem íþr.-og æskulýðsfulltrúa.

 

Brynja Mjöll hafði áhuga á að vita hvort einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við drög að íþr- og æskulýðstefnu Snæfellsbæjar sem nefndin lagði fyrir bæjarstjórn eftir 37. fund nefndarinnar. Ef ekki, hvort sú stefna sé þá klár til að taka gildi ?

 

Sigrún kynnti fyrir nefndinni að hún hefði sótt um styrk til Menntamálaráðuneytis, æskulýðssjóðs, til að útbúa atburðadagatal fyrir íþróttastarfsemi Snæfellsbæjar. Svar hefur ekki borist, en þetta væri frábært fyrir Snæfellsbæ, að mati nefndarinnar.

 

Þá sagði Sigrún frá hinum ýmsu hugmyndum um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í vetur, sem eru enn í mótun.

 

 

Fleira ekki gert

 

Fundi slitið kl.18:
Getum við bætt efni þessarar síðu?