Íþrótta- og æskulýðsnefnd

39. fundur 13. júlí 2016 kl. 10:06 - 10:06

 

39. fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar, haldinn á Gilinu, Ólafsvík miðvikudaginn 16. apríl 2008 kl 16:00.  

 

Mættir voru:

Brynja Mjöll Ólafsdóttir

Snædís Hjartardóttir

Sigrún Ólafsdóttir

 

1.   Bréf frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar varðandi Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar í Ólafsvík helgina 17.-19. október 2008

Nefndin fagnaði þessu erindi

 

2.   Bréf frá Skólahreysti 2008, varðandi styrk.

Þar sem við erum þátttakendur í þessu verkefni leggjum við til að veita þennan styrk.

 

3.   Bréf frá framkvæmdastjóra Snæfellsnes samstarfsins í knattspyrnu, varðandi styrk.

Nefndin var jákvæð fyrir að veita þennan styrk ef það bitnar ekki á öðrum styrkveitingum til íþróttastarfsins hér.

 

4.   Bréf frá UMFÍ varðandi umsóknir til að halda 13. unglingalandsmót UMFÍ árið 2010.

Ekki finnst nefndinni tímabært að sækja um þetta mót.

 

5.   Tillaga frá bæjarfulltrúum D-listans um að starfi íþrótta- og æskulýðasfulltrúa verði breytt þannig að hluti af hans starfi verði framkvæmdastjórn íþróttafélaganna í Snæfellsbæ, komi fram vilji um slíkt.

Við fögnum því að framkvæmdarstjóri verði ráðinn til að létta undir með stjórnum íþróttafélaganna. Við hvetjum bæjarráð til að vinna frekar að starfslýsingu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í samráði við nefndina.

 

6.   Bréf varðandi viðburði á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Við hvetjum alla starfsmenn í Snæfellsbæ til að taka þátt í verkefninu hjólað í vinnuna og að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ”hjóli í málið”.

 

7.   Minnispunkta formans og annarra.

Brynja sagði frá samningi á milli Vís og Snæfellsbæ þess eðlis að Vís tekur að sér að slysatryggja öll börn að 18 ára aldri sem taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi.

 

Fundi slitið kl 17:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?