38. fundur
13. júlí 2016 kl. 10:07 - 10:07
38. fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar, haldinn á Gilinu, Ólafsvík
þriðjudaginn 22.janúar 2008 kl 16:30.
Mættir voru:
Brynja Mjöll Ólafsdóttir
Ragnar Mar Sigrúnarson
Snædís Hjartardóttir
Hafdís Rán Brynjarsdóttir
Sigrún Ólafsdóttir
Sigurður Gíslason
- Bréf frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar um stofnun ungmennaráðs (16 – 21 árs) í Snæfellsbæ.
Brynja las bréf sem okkur barst, þar sem við vorum hvött til að tilnefna unglinga í ráðið.
Sigurður bauðst til að ganga í málið og vinna upphafsvinnuna.
- Bréf frá formanni íþrótta- og æskulýðsnefndar
Brynja sagði frá því að hún væri að fara í fæðingarorlof frá og með 1. febrúar.
- Minnispunktar formanns og annarra nefndarmanna.
Brynja sagði frá því að íþróttahúsið á Hellissandi væri oft búið að vera lokað út af kulda. Hún hafði samband við Kristinn bæjarstjóra og sagði hann að það væri nú komið í lag. Sigurður sagði frá því að það ætti að skera niður starfsfólk í íþróttahúsinu um helgar og var nefndin ósammála því á meðan góð aðsókn er í húsinu er eðlilegt að það séu tveir starfsmenn þar.
Fleira ekki gjört
Fundi slitið kl 17:40
Sigrún Ólafsdóttir |
|