Íþrótta- og æskulýðsnefnd

33. fundur 13. júlí 2016 kl. 10:15 - 10:15

 

33. fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar, haldinn í íþróttahúsi Snæfellsbæjar, Ólafsvík þriðjudaginn 8. maí 2007 kl 17:00.

 

Mættir voru:

Brynja Mjöll Ólafsdóttir

Ragnar Mar Sigrúnarson

Snædís Hjartardóttir

Sigrún Ólafsdóttir

Sigurður Gíslason

 

 

  1. Skíðaaðstaða í Snæfellsbæ

Brynja talaði við Kristjönu formann Víkings um skíðalyftuna sem er upp á jökli og er hún í leigu hjá Skíðasambandi Íslands. Ákveðið var að hinkra með þetta mál fram á haust og jafnvel sjá til hvort að nýir eigendur á Stapanum séu til í e-h samstarf í sambandi við skíðaiðkun.

 

  1. 17.júní - Þjóðhátíðardagurinn

Rætt var um hvað hægt væri að gera, fannst nefndinni að þetta væri of mikið álag á einum manni. Tilllaga kom um að hvort að lista- og menningarnefnd, björgunarsveitin og jafnvel ungmennafélögin gætu ekki átt aðila í Þjóðhátíðarnefnd ásamt Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

 

3.Önnur mál.

Sigurður sagði frá því að forvarnarvikan hefði gengið mjög vel og að krakkarnir hefðu verið mjög virk.

 

 

 

Fleira ekki gjört

Fundi slitið kl 17:45

Sigrún Ólafsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?