Íþrótta- og æskulýðsnefnd

32. fundur 13. júlí 2016 kl. 10:16 - 10:16

 

32. fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar, haldinn í íþróttahúsi Snæfellsbæjar, Ólafsvík þriðjudaginn 27. mars 2007 kl 17:00.

 

Mættir voru:

Brynja Mjöll Ólafsdóttir

Hafdís Rán Brynjarsdóttir

Snædís Hjartardóttir

Sigrún Ólafsdóttir

Sigurður Gíslason

 

  1. Skólahreysti á landsbyggðinni. Hvað með Snæfellsbæ?

Snædís sagði frá því að það væri búið að halda undankeppni hér í skólanum og velja 4 fulltrúa sem keppa í Borganesi þann 29.mars n.k.

 

  1. Skíðaaðstaða í Snæfellsbæ / skíðadagar um páskana er það eitthvað sem fólk myndi nýta sér?.

 

Rætt var um hvað hægt væri að gera til að fólk gæti nýtt sér skíðaaðstöðu í Snæfellsbæ um páskana. Sigurði var falið að athuga málið.

 

3.Önnur mál.

 

Sigrún spurðist fyrir um styrk bæjarins til sundnámskeiðs yngri barna. Brynja sagði að þær hefðu sótt um styrk til bæjarins og það hefði verið samþykkt.

Sigurður sagði frá því að stefnt væri að því að hafa forvarnardaga á utanverðu Snæfellsnesi dagana 16.-21.apríl. Markmið daganna er að vekja unga sem aldna til vitundar um ýmis málefni er tengjast heilsu, hollustu, vímuvörnum, kynlífi og svo kynning fyrir íbúa á því frábæru starfi sem fer fram í félagsmiðstöðvum sveitarfélaganna.

 

 

Fleira ekki gjört

Fundi slitið kl 17:55

Sigrún Ólafsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?