Íþrótta- og æskulýðsnefnd

31. fundur 13. júlí 2016 kl. 10:17 - 10:17

 

31. fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar, haldinn í íþróttahúsi Snæfellsbæjar, Ólafsvík þriðjudaginn 23. janúar 2007 kl 17:00.

 

Mættir voru:

Brynja Mjöll Ólafsdóttir

Hafdís Rán Brynjarsdóttir

Sigrún Ólafsdóttir

Sigurður Gíslason

 

 

  1. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúinn Sigurður Gíslason

Sigurður lagði fram markmið lýðheilsuhópsins og fannst nefndarmönnum þetta góð vinna, og hvatti til áframhaldandi starfs.

Ungmennaráðið er að fara hittast á fyrsta fundi í Stykkishólmi nk. fimmtudag og er búið að velja fulltrúa héðan.

Söngvakeppni Samfés á Vesturlandi er 8.febrúar í Stykkishólmi og sendum við nokkra fulltrúa héðan. Blómlegt félagslíf hjá unglingunum núna og er nauðsynlegt að halda vel utan um þau.

 

  1. Lýðheilsuverkefnið í Snæfellsbæ.

 

Nefnin leggur til að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynni verkefnið fyrir íþróttafélögunum og stuðli að því að þau framfylgi stefnu lýðheilsuhópsins.

 

3. Önnur mál.

 

Brynja spurðist fyrir um lokun á félagsmiðstöðinni því að hún hefur verið lokuð í einn mánuð. Sigurður sagði að það hefði verið töf á komu manna frá bænum til að laga salernisaðstöðu staðarins. Sigurður ákvað að ganga sjálfur í þessi mál og lagafæra þetta því að honum fannst ómöglegt að láta þetta verkefni bíða lengur.

Brynja sagði frá fundi sem hún fór á í sambandi við tryggingarmál hjá Vís, en þeir sjá um tryggingar hjá bænum.

 

 

 

Fleira ekki gjört

Fundi slitið kl 18:05

Sigrún Ólafsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?