Íþrótta- og æskulýðsnefnd

29. fundur 20. júlí 2016 kl. 08:08 - 08:08
29. fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar, haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar, Ólafsvík fimmtudaginn 5.október 2006 kl 17:00.  

 

Mættir voru:

Brynja Mjöll Ólafsdóttir

Ragnar Mar Sigrúnarson

Snædís Hjartardóttir

Hafdís Rán Brynjarsdóttir

Sigrún Ólafsdóttir

Sigurður Gíslason

 

 

  1. Starfsmannahald Félagsmiðstöðvarinnar

Nefndin tók fyrir umsóknir sem höfðu borist og ákvað að mæla með þeim Kristný Rós Gústafsdóttur og Gunnari Erni Arnarssyni sem starfsmönnum Félagsmiðstöðvarinnar.

 

  1. Icelandic Adventure Race Snæfellsnesi haustið 2007

Brynja sagði frá því að hún hefði hitt framkvæmdaraðila hlaupsins, Jónas Guðmundsson og sýndi hún okkur hin ýmsu blöð þar sem hlaupið verður kynnt. Fannst nefndinni þetta mjög spennandi og góð kynning fyrir bæjarfélagið.  Brynja mun hitta Jónas aftur í nóvember og þá munu þau ákveða dagsetningu hlaupsins.

 

3. Bréf frá ÍSÍ um aðgang minnihlutahópa að íþróttastarfi

Brynja kynnti bréfið fyrir nefndinni og var ákveðið að Sigurður myndi senda ÍSÍ greinagerð um okkar starf í Snæfellsbæ.

 

  1. Punktar frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

Sigurður sagði nefndinni frá hóp sem heitir Samnes, hann samanstendur af umsjónarmönnum félagsmiðstöðvanna á Nesinu ásamt forvarnarfulltrúa Snæfells, Þóru Möggu. Sigurður fór á fund í Grundafirði  21.september sl. og ræddu þau hin ýmsu mál. Þar var ákveðið að stofna ungmennaráð þar sem 6 krakkar úr 8.-10. bekk úr hverju bæjarfélagi verða fulltrúar og þar geta krakkarnir komið sínum skoðunum á framfæri.

 

 

Fleirra ekki gjört

Fundi slitið kl 18:00

Sigrún Ólafsdóttir

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?