Íþrótta- og æskulýðsnefnd

25. fundur 20. júlí 2016 kl. 08:13 - 08:13
25. fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar, haldinn á

bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar

fimmtudaginn 6. júlí 2006 kl 17:00

 

 

 

Mættir voru:

Brynja Mjöll Ólafsdóttir,

Vilborg Lilja Stefánsdóttir,

Ragnar Mar Sigrúnarson,

Sigrún Ólafsdóttir

Sigurður Gíslasson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

 

Brynja setti fundinn og stakk uppá því að framvegis fengu aðalmennirnir fundarboð og ef þeir kæmust ekki boðuðu þeir varamann sinn á fundinn.

 

1.

Bréf frá aðstandendum listahátíðar ungs fólks á Snæfellsnesi dagsett 6.júlí 2006 um styrk til listahátíðar, í formi vinnuafls þ.e.a.s 2 unglingar frá 16 ára til 25 ára á launum frá Snæfellsbæ til að undirbúa þessa hátíð. Haft var samband við Þóru Margréti sem stýrir þessu verkefni og sagði hún að hin bæjarfélögin hafi styrkt þetta verkefni.

Við hvetjum bæjarstjórn til að taka þátt í þessu verkefni eins og Stykkishólmur og Grundarfjörður hafa gert með styrk að upphæð 100.000 kr.

 

2.

Bréf frá ÍSÍ um samþykktir 68.Íþróttaþings ÍSÍ dagsett 6.júlí 2006 farið var yfir bréfið og ákveðið var að framfylgja þessari ályktun eins og með því að auka opnunartíma íþróttahúss, Íþrótta og æskulýðsfulltrúi í 100%.

 

3.

Bréf dagsett 4.júlí 2006 frá bæjaráði varðandi uppsagnir starfsfólks íþróttamannvirkja Snæfellsbæjar.

Brynja lagði fram minnispunkta varðandi endurskipulagningu í íþróttahúsi og sundlaug.

Farið var yfir starfslýsingu starfsfólks íþróttamannvirkja Snæfellsbæjar og hún yfirfarin en því starfi verður haldið áfram á næstu dögum.

 

4.

Brynja lagði fram tilllögur frá fulltrúum D-listans sem hafa verið samþykktar í bæjarráði.  Starfshlutfall í félagsmiðstöðinni Afdrepi verði aukið í 80%, starf íþrótta og æskulýðsfulltrúa verður aukið í 100% og að opið yrði á laugardögum í íþróttahúsi Snæfellsbæjar til reynslu og voru þessum tilllögum tekið fagnandi.

 

Stefnt er að því að funda síðasta þriðjudag í mánuði.

 

Fleira ekki gjört.

Fundið slitið kl 17:40

 

Sigrún Ólafsdóttir, ritari.

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?