Íþrótta- og æskulýðsnefnd

21. fundur 20. júlí 2016 kl. 08:18 - 08:18
  1. fundur í íþrótta- og æskulýðsnefnd haldinn í Netagerð Aðalsteins mánudaginn 21. september 2004, kl. 20:00.

 

Mættir voru:     Sigurbjörg Jónsdóttir

Aðalsteinn Snæbjörnsson

Gunnar Ólafur Sigmarsson

Guðbjörn Ásgeirsson

Þórey Kjartansdóttir

 

Dagskrá:

 

  1. Ráðning umsjónarmanns í félagsmiðstöðina

 

Bárust tvær mjög frambærilegar umsóknir. Önnur frá Silju Jóhannesdóttur og hin frá Ólafi Jökli Herbertssyni. Til að reka öfluga félagsmiðstöð þarf góða stjórnendur, þess vegna telur nefndin mjög brýnt að að bæði karl og kona annist þetta starf. Í Snæfellsbæ er mikið af börnum, þarna verða bæði kynin við leik og störf. Þau þurfa að tjá sig um ýmis mál sem þeim liggur á hjarta, en áræddu ekki að tjá sig um ef hinn aðilinn væri af gagnstæðu kyninu. Svo má ekki gleyma að það er komin framhaldsskóli í Grundarfirði með fullt af krökkum í Snæfellsbæ. Þessir krakkar myndu ábyggilega stunda félagsmiðstöðina. Þess vegna leggur nefndin fram ósk um aukafjárveitingu svo hægt verði að ráða þessa tvo umsækjendur. Ef ekki fæst hljómgrunnur fyrir því er nefndin hlynntari að Ólafur Jökull verði ráðinn í starfið.

 

  1. Bréf frá krökkum í Snæfellsbæ um aðstöðu fyrir hjólabretti og hjólaskauta.

 

Nefndinni lýst mjög vel á þessa hugmynd. Væri hægt að láta umsjónarmenn (mann) félagsmiðstöðvarinnar útfæra þessar hugmyndir og virkja krakkanna sjálfa við smíðarnar. Var ákveðið að láta þetta í hendur bæjarráði til endanlegrar ákvörðunar.

 

Fundi slitið.

Þórey Kjartansdóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?