Íþrótta- og æskulýðsnefnd

20. fundur 20. júlí 2016 kl. 08:20 - 08:20
20. fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar haldinn mánudaginn 8. september 2003 í Netagerð Aðalsteins

 

Mættir:
Guðbjörn Ásgeirsson
Þórey Kjartansdóttir
Aðalsteinn Snæbjörnsson
Sigurbjörg Jónsdóttir
Gunnar Ólafur Sigmarsson
Sigurður Gíslason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
1)  Félagsmiðstöð í Snæfellsbæ: Samþykkt var einróma að ráða Þorgils Gunnarsson í starf við félagsmiðstöð Snæfellsbæjar.  Einnig gerum við það að tillögu okkar að fast stöðugildi verði gert við félagsmiðstöðina frá 1. september til 1. júní ár hvert.

 

2)  Önnur mál:  Það þarf að fá á hreint hverjar eru almennar umgengnisreglur við íþróttahúsið.  Þ.e. hverjir mega leigja salinn, hverjir bera ábyrgð ef eitthvað skemmist í útleigu, er gæsla, þ.e. fullorðinn, þegar salurinn er í leigu unglinga.  Það þarf að gera reglurnar sýnilegar svo allir geti kynnt sér þær.
Fleira ekki gert og fundi slitið
Aðalsteinn Snæbjörnsson (sign)
Guðbjörn Ásgeirsson (sign)
Sigurbjörg Jónsdóttir (sign)
Þórey Kjartansdóttir (sign)
Gunnar Ólafur Sigmarsson (sign)
Sigurður Gíslason (sign)
Getum við bætt efni þessarar síðu?