Íþrótta- og æskulýðsnefnd
18. fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar haldinn miðvikudaginn 23. október 2002 í Netagerð Aðalsteins
Mættir:
Guðbjörn Ásgeirsson
Þórey Kjartansdóttir
Aðalsteinn Snæbjörnsson
Sigurbjörg Jónsdóttir
-
Tekið var fyrir bréf frá skipulags- og byggingarnefnd vegna lóðaúthlutunar við Útnesveg á Hellissandi. Samþykkt var að mótmæla ekki svo fremi sem þetta er gert í sátt við Ungmennafélagið Reyni á Hellissandi.
-
Bréf frá bæjarstjórn vegna bókunar J-listans um félagsmiðstöð fyrir unglinga. Íþrótta- og æskulýðsnefnd fagnar þessu erindi og öllum þeim hugmyndum sem koma um félagsmiðstöð í Snæfellsbæ. Nefndin óskar eftir fundi með bæjarráði Snæfellsbæjar þar sem farið verður yfir þau málefni sem snúa að stofnun félagsmiðstöðvar áður en lagt er út í frekari vinnu og gagnasöfnun. Óskað er eftir því að þessi fundur verði sem fyrst. VIð teljum að liður C sé einn angi af forvarnarstarfi með stofnun félagsmiðstöðvar. Varðandi d-lið þá er nefndin þegar búin að setja sig í samband við næstu byggðarlög og kynnt sér þá starfsemi sem þar er ogmegum við margt af þeim læra.