Íþrótta- og æskulýðsnefnd
Fundur 19. júní 2002 kl. 15:30 í Netagerð Aðalsteins
Mættir:
Guðbjörn Ásgeirsson
Þórey Kjartansdóttir
Aðalsteinn Snæbjörnsson
Fannar Thomsen
Alexander Kristinsson
Margrét S Ingimundardóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Boðað var til þessa fundar til að mæla með eftirmanni Margrétar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Bárust tvær umsóknir, önnur frá Sigurði Gíslasyni og hin frá Jóhönnu Scheving. Mælti nefndin með Sigurði. 3 sögðu já, 2 sátu hjá þar sem þeir þekktu umsækjendur ekki nógu vel.
Síðan var kosið um formann og var Aðalsteinn einróma samþykktur af nefndarmönnum. Beðið var með að kjósa ritara þar til á næsta fundi.
Í upphafi fundar las Guðbjörn Ásgeirsson bókun varðandi vinnubrögð við boðun fundarins:
Við undirritaðir fulltrúar J-listans í Íþrótta og æskulýðsnefnd mótmælum harðlega vinnubrögðum við boðun til fundar í nefndinni og förum fram á að þessum fundi verði frestað með tilliti til 55. greinar samþykktar um stjórn Snæfellsbæjar og fundarsköp við bæjarstjórn. Einnig förum við fram á að framvegis verði farið að þeim reglum sem settar eru.
Virðingarfyllst,
Guðbjörn Ásgeirsson (sign)
Alexander Kristinsson (sign)