Íþrótta- og æskulýðsnefnd

17. fundur 20. júlí 2016 kl. 08:24 - 08:24
Fundur 19. júní 2002 kl. 15:30 í Netagerð Aðalsteins

 

Mættir:
Guðbjörn Ásgeirsson
Þórey Kjartansdóttir
Aðalsteinn Snæbjörnsson
Fannar Thomsen
Alexander Kristinsson
Margrét S Ingimundardóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Boðað var til þessa fundar til að mæla með eftirmanni Margrétar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.  Bárust tvær umsóknir, önnur frá Sigurði Gíslasyni og hin frá Jóhönnu Scheving.  Mælti nefndin með Sigurði.  3 sögðu já, 2 sátu hjá þar sem þeir þekktu umsækjendur ekki nógu vel.
Síðan var kosið um formann og var Aðalsteinn einróma samþykktur af nefndarmönnum.  Beðið var með að kjósa ritara þar til á næsta fundi.
Í upphafi fundar las Guðbjörn Ásgeirsson bókun varðandi vinnubrögð við boðun fundarins:
Við undirritaðir fulltrúar J-listans í Íþrótta og æskulýðsnefnd mótmælum harðlega vinnubrögðum við boðun til fundar í nefndinni og förum fram á að þessum fundi verði frestað með tilliti til 55. greinar samþykktar um stjórn Snæfellsbæjar og fundarsköp við bæjarstjórn.  Einnig förum við fram á að framvegis verði farið að þeim reglum sem settar eru.
Virðingarfyllst,
Guðbjörn Ásgeirsson (sign)
Alexander Kristinsson (sign)
Þar sem erindi fundarins var brýnt var komist að samkomulagi um að halda fundingum áfram en framvegis yrði boðað til fundar eins og lög mæla fyrir.
Fleira ekki gert og fundi slitið
Aðalsteinn Snæbjörnsson (sign)
Guðbjörn Ásgeirsson (sign)
Alexander Friðþj. Kristinsson (sign)
Fannar P. Tomsen (sign)
Þórey Kjartansdóttir (sign)
Margrét S Ingimundardóttir (sign)
Getum við bætt efni þessarar síðu?