Íþrótta- og æskulýðsnefnd

15. fundur 20. júlí 2016 kl. 08:26 - 08:26
15. fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar, haldinn á Hótel Höfða 15. janúar 2002
Mættir:
Sigrún Ólafsdóttir
Kolbrún Ívarsdóttir
Vigfús Gíslason
Grímur Stefánsson
Fundarefni:
1)  Fundur settur
2)  Varðandi athugasemdir við fundargerð nefndarinnar á 95. fundi bæjarstjórnar
3)  Önnur mál
1)  Formaður setti fund og var alveg gáttuð á þeim umælum sem höfð voru um 2. lið síðustu fundargerðar nefndarinnar, varðandi félagsmiðstöð, á 95. fundi bæjarstjórnar.
2)   Fundarmenn voru allir sammála um aðþær athugasemdir sem upp komu á 95. fundi bæjarstjórnar hefðu ekki við rök að styðjast þar sem við höfum lagt okkur fram um það á þessu kjörtímabili að koma með hugmyndir um það hvar og hvernig Félagsmiðstöð ætti að vera.  Teljum við að það sé bæjarstjórnar að ákveða um þetta mál.  Varðandi ummæli bæjarstjóra að engin pressa sé frá foreldrum eða unglingum þá vísum við í bréf frá unglingum, tilv. 5517 sem kom á fund nefndarinnar þann 15. sept. 1998, og þykir okkur leitt hvernig mál Félagsmiðstöðvarinnar hefur hangið í lausu lofti.
3)   Opnun Íþróttahúss:  Ræddu fundarmenn það að íþróttahúsið væri lokað um helgar og þótti það slæmt.  Fínt samt að sundlaugin sé opin um helgar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Getum við bætt efni þessarar síðu?