Menningarnefnd

227. fundur 12. nóvember 2024 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Ingunn Ýr Angantýsdóttir formaður
  • Helga Jóhannsdóttir
  • Kristín Arnfjörð
  • Hafdís Rán Brynjarsdóttir
  • Jóhannes Stefánsson
Starfsmenn
  • Heimir Berg Vilhjálmsson markaðs- og upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Jóhannsdóttir

1. Jólatónleikar

  • 28 nóvember. Rætt um fyrirkomulag.

2. Aðventugleði

  • 5 desember. Rætt um fyrirkomulag.

3. Ólafsvíkurvaka 2025

  • Fyrirspurn frá Hollvinafélagi Pakkhúsins tekin fyrir varðandi listasýningu í Pakkhúsinu og kaffisölu á Ólafsvíkurvöku.
  • Nefndin fagnar þessum hugmyndum og leggur til frekari umræðu um fyrirkomulag í janúar.

4. Tendrun jólatrés

  • 1. desember
  • Opna Pakkhúsið og hafa kakósölu og létta stemmingu þar.
  • Athuga hvort Sker hafi áhuga á að vera með kakósölu í húsinu þessa stund.

5. Bókasafn Snæfellsbæjar

Nefndin sendir aftur bréf á bæjarstjórn til að vekja athygli og ítreka það sem betur má fara í starfsemi bókasafnsins, sem og ábendingar um að aðstaða og aðgengi eru ábótavant. Mörg tækifæri eru í sambandi við viðburði og fræðslustarfsemi sem er ekki kostnaðarsamur liður en veita mikla ánægju og fyllingu í menningarlíf bæjarins. Aðstaða og aðbúnaður er annað umræðuefni sem við hvetjum bæjarstjórn til að kynna sér vel. Við ítrekum að bókasöfn eru mikilvægur hlekkur í samfélaginu sem má ekki vanrækja. Bókasöfn gegna í dag miklu stærra hlutverki en útlán bóka, þau eru í raun menningarsetur samfélaga sem gefa af sér félagslega velsæld ef vel er staðið að þeim. Nefndin vekur einnig athygli á þvi sem hefur verið að gerast síðustu ár í Stykkishólmi og nú í Grundarfirði síðan í vor í þessum málum við góðar undirtektir, sjá meðfylgjandi myndir.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?