Öldungaráð

19. fundur 19. október 2024 kl. 11:00 Höllin, hús eldri borgara
Nefndarmenn
  • Ólafur Hlynur Steingrímsson formaður
  • Ragnheiður Víglundsdóttir
  • Margrét Vigfúsdóttir
  • Pétur Steinar Jóhannsson
Starfsmenn
  • Ingveldur Eyþórsdóttir forstöðukona Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
  • Brynja Mjöll Ólafsdóttir
Fundargerð ritaði: Pétur Steinar Jóhannsson

1. Gott að eldast

Ólafur formaður gaf Ingveldi orðið um þetta verkefni sem er farið af stað á vegum Sveitarfélaga á Vesturlandi þe SSV. Verkefnið snýr að því að gefa fólki kleyft að dveljast sem lengst á heimilum sínum og fá stuðning frá stofnunum sem um málið fjalla. Þá er átt ma við heilsugæslu, félagsmál, sjúkraþjálfun og gott aðgengi að læknum.

Byrjað er á þessu verkefni í Borgarnesi en lengst er það komið á Akranesi. Gert er ráð fyrir þriggja ára verkefni og brýnt að er að fá það inn á fleiri stöðum á svæðinu og nauðsynlegt koma því í gang sem first. Öll þessi kerfi sem um var rætt þurfa að vinna saman til að sem bestur árangur náist.

Það kom fram hjá Ingveldi að hún sé bjartsýn að þetta verkefni muni ganga vel og það verði ,,gott að eldest”.

Fundarmenn ræddu um verkefnið sem framundar er og ýmsar hliðar því tengt og vilja taka undir bjartsýni Ingveldar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?