Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif

48. fundur 21. júlí 2016 kl. 14:29 - 14:29
Fundur í rekstrarnefnd Félagsheimilisins á Klifi
  1. febrúar 2009, og hófst hann í Klifi kl. 10:00

 

 

 

1)                 Nefndin mælti sér mót við Smára Björnsson, tæknifræðing, til að athuga glerbrennsluofn eldri borgarafélagsins sem búið er að koma fyrir í öðrum búningsklefanum bak við sviðið í Klifi, en þar hafði nefndin áður samþykkt að honum yrði komið fyrir, skv. beiðni frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ. Ofninn tekur mikið pláss og þar sem Þorrablótsnefnd hefur líst áhuga á að taka búningsklefann í gegn þá var markmiðið með fundinum að athuga hvort hægt væri að finna ofninum annan stað.  Eftir að hafa skoðað nokkra mögulega staði komst nefndin að því að líklega væri ekki hægt að koma ofninum annars staðar fyrir.  Nefndin vill hins vegar taka fram að það sé von hennar að í framtíðinni finnist hentugra húsnæði undir félagsstarf eldri borgara og þ.a.l. verði staðsetning glerbrennsluofnins í búningsklefanum ekki til frambúðar.

 

2)                 Farið var í skoðunarferð um húsið og farið yfir það sem lagfæra þyrfti, eins og t.d. þakið og þakkantinn sem er orðinn alveg ónýtur.  Smári sagði að um mánaðarmótin kæmi maður til að skoða þetta og í framhaldinu yrði farið í lagfæringar eins og fjármagn leyfði.

 

3)                 Kjallarinn var skoðaður.  Þar er mikið af ónýttu plássi sem vonandi verður hægt að nýta betur með tilkomu lyftunnar.  Nefndin vill lýsa ánægju sinni með vilja og áhuga félagasamtakanna við að koma að endurbótum á Klifi.

 

 

 

Fundi slitið kl. 11:30

 

 

Lilja Ólafardóttir,

Jóhannes Ólafsson,

Jenný Guðmundsdóttir,

Unnur Emanúelsdóttir,

Emanúel Ragnarsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?