Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif
1) Óskað var eftir því að leikfélaginu yrði skrifað bréf og það beðið um að ganga betur um húsið og ganga frá leikmunum og öðru strax og sýningum lýkur. Það er afar bagalegt fyrir húsvörð og aðra leigjendur hússins að dót sem tilheyrir leikfélaginu og sýningum sé út um allt hús.
2) Nefndin ræddi um nauðsyn þess að taka rýmið undir sviðinu, lagfæra þar og mála svo að hlutir sem þar eru geymdir eyðileggist ekki. Þar þyrfti líka að vera læst geymsla fyrir leikfélagið og spurning um að bjóða félaginu að þau geti sett hurð í hurðagatið svo félagsmenn geti þar geymt leikmuni og búninga án þess að aðrir geti gengið þar í.
3) Bréf barst frá Þorrablótsnefndinni í Ólafsvík þar sem óskað var eftir heimild til að nefndin fái að setja vörulyftuna á sviðið, bænum að kostnaðarlausu. Nefninni lýst afar vel á þetta framtak en leggur áherslu á að fara þurfi vel yfir öll öryggisatriði ásamt því að kanna burðarvirki á sviðinu. Nefndin vill einnig að það sé á hreinu að öryggisatriði vegna lyftunnar þurfa að taka mið af því hvort ætlast er til að þetta verði einungis vörulyfta eða hvort hún muni að einhverju leiti verða líka notuð til fólksflutninga.
4) Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir Klif á árinu 2009. Gert er ráð fyrir 1700 þúsundum í framkvæmdir og vill nefndin fara fram á það að sá peningur verði nýttur í viðgerð á þaki og þakkanti. Það er langbrýnasta verkefnið, eins og nefndin hefur margsinnis bent á. Ef ekkert verður að gert liggur húsið hreinlega undir skemmdum.
5) Nefndin telur mikilvægt að það fái ekki hver sem er að valsa um hljóðkerfi og ljósabúnað hússins. Æskilegast væri að húsið væri með mann/menn til taks fyrir þá leigjendur sem vilja nýta sér þennan búnað. Þessir menn væru þeir einu sem væru með lykil að tækjaherberginu og til þess að nota búnaðinn þyrfti leigjandi að borga laun fyrir ljósa- og hljóðmann.
Fundi slitið kl. 11:00
Lilja Ólafardóttir,
Jóhannes Ólafsson,
Jenný Guðmundsdóttir,
Unnur Emanúelsdóttir
Emanúel Ragnarsson