Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif
- maí 2007 kl. 16.15
Mætt:
Eyþór Björnsson
Jóhannes Ólafsson
Jenný Guðmundsdóttir
Emanúel Ragnarsson
Farið yfir ársreikning og hann samþykktur.
Skilti vantar við Ólafsbrautin með nafni hússins. Hugmynd um að rammi yrði úr timbri. Einnig spunnust umræður um merki hússins.
Spurst var fyrir hvort Hildigunnur arkitekt hafi komið fram með hugmyndir um aðkeyrsluna að húsinu. Hvort búið sé að ákveða með merkingar á planinu. Formaður kannar málið.
Taka saman lista yfir fyrirhugaðar framkvæmdir. Í síðustu fundargerð var lagt áherslu á að húsið yrði gert vatnsþétt.
Þakkantanir eru orðnir fúnir og nauðsynlegt að skipta út. Mögulegt að setja litað kantstál í staðin.
Kallað var eftir hugmyndum að breytingum á eldhúsinu. Formaður mun kanna málið hjá forstöðumanni tæknideildar.
Umsjónarmaður upplýsti að reynslan af því að leyfa leigjendum að sjá um þrif sjálft sé góð.
Umræða spunnust um gjaldskrá. Samþykkt að lækka verð bláa salsins úr 17.000 kr. í 10.000 kr. Enda er salurinn með sérinngang og lítil eftirspurn eftir honum.
Skoða hvort ekki ætti að bjóða uppá hálfsdagsleigu fyrir stutta listviðburði og fundi. Ákveðið að veita umsjónamanni heimild til að veita 10.000 kr. til 20.000 kr. afslátt eftir umfangi viðburða.
Á grundvelli reynslunnar yrði gjaldskráin skoðuð.
Hljóðkerfið. Ítrekað að nauðsynlegt sé að fá sérfræðing til að taka út hljóð- og ljósakerfið. Kerfið yrði gert einfalt. Jóhannesi falið að kanna málið nánar.
Fundi slitið kl. 18:30
Eyþór Björnsson
Jóhannes Ólafsson
Jenný Guðmundsdóttir
Emanúel Ragnarsson