Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif
Mætt eru:
Eyþór Björnsson, formaður
Jenný Guðmundsdóttir
Jóhannes Ólafsson
Á síðasta fundi var farið yfir verkefni við viðhald sem liggur fyrir. Bætt við að fara þurfi yfir aðalútidyrahurðina.
Tillaga að gjaldskrá
Stór salur með kaffisal kr. 40.000.-
með aðgang að eldhúsi kr. 45.000.-
Hliðarsalir kr. 17.000.-
með aðgang að eldhúsi kr. 22.000.-
Ákveðið að fresta gjaldskrá um þrif en skoðað yrði til reynslu að bjóða leigjendum að þrífa sjálft gegn greiðslu tryggingar sem nemur þrifgjaldi. Síðan tæki húsvörður út þrifin og meti hvort þrífa þurfi betur. Ákvörðum varðandi gjald fyrir ljósa- og tæknimenn frestað til næsta fundar.
Farið yfir drög að starfslýsingu húsvarðar. Ákveðið að klára á næsta fundi.
Formanni falið að kanna hvort Lions hefði áhuga á að skoða að taka að sér þrifin.
Næsti fundur haldinn eftir lok umsóknarfrests um starf húsvarðar. Fundur 26. október n.k. kl. 16:05 í félagsheimilinu.
Fundi slitið kl. 17:20
Eyþór Björnsson,
Jenný Guðmundsdóttir
Jóhannes Ólafsson