Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif

43. fundur 21. júlí 2016 kl. 14:38 - 14:38
Fundur í rekstrarnefnd Félagsheimilisns á Klifi haldinn í félagsheimilinu föstudaginn 29. september 2006 kl. 13:00  

Mætt eru:

Eyþór Björnsson, formaður

Jenný Guðmundsdóttir

Jóhannes Ólafsson

Smári Björnsson, byggingafulltrúi

 

Nefndin fagnar þeim áfanga að búið sé að malbika bílaplanið og laga umhverfi plansins.

 

Eftirfarandi verkefni liggi fyrir:

*          Efst á forgangslista er að loka húsinu fyrir vatni.

*          Setja niður stóra steina á planið sjávarmegin.

*          Mála húsið, laga framhliðina og taka allt tréverk. Gengið hefur vel að halda við þakinu.

*          Taka þarf loftræstilúgur/reykræstilúgur og seja í þess stað blásara. Byggingafulltrúi telur að lúgurnar geri ekkert gagn en það lekur með þeim. Blásari gæti kostað um og yfir eina millj. kr.

*          Tilboð liggur fyrir í nýtt brunakerfi. Skipta þarf út öllum skynjurum á nokkra ára fresti.

*          Taka þarf eldhúsið í gegn. Uppþvottavélin er á síðasta snúningi. Einnig er afkastageta hennar of lítil.

*          Slípa þarf upp parketið.

*          Félögin taki til í sínum geymslum.

*          Fara þarf yfir hljóðkerfið og einfalda kerfið og fá sérfræðing til að yfirfæra og gera tillögu um búnað sem vantar.

 

Smári Björnsson yfirgaf fundinn

 

Tillaga um að auglýst verði eftir húsverði í 50% stöðu. Hann mun halda utan um útleigu, þrif og kerfi hússins s.s. hljóðkerfi. Mögulegt að bjóða húsverði rekstur barsins og veitingarekstur. Annar möguleiki sé að kanna hvort mögulegt sé að leigja út veitinga- og barrekstur í húsinu.

 

Varðandi stöðuhlutfall er litið til þess að bæjarstjórn ráði umsjónarmann fasteigna sem héldi utan um viðhald fasteigna bæjarfélagsins.

 

Skoða þarf hvernig efla megi starfsemi í húsinu og hvernig afla skuli verkefna.

 

Lagt er til að þrifin verði sér og skoðað hvort ekki sé hægt að ráða í verktöku eða fengið félagasamtök til að annast þrifin.

 

Nefndin mun fara yfir gjaldskrá og starfslýsingu húsvarðar.

 

Fundi slitið kl. 14:10

Eyþór Björnsson,

Jenný Guðmundsdóttir

Jóhannes Ólafsson

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?