Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif
Farið var yfir fjárhagsáætlun 2006. Nefndin er þakklát fyrir að lagt verði slitlag á planið. Þess næst var farið yfir ársreikning 2005.
Nefndarmenn gengu um húsið og telja eftirfarandi þörf á að laga.
- Pússa dansgólfið
- Hressa þarf uppá aðaldyrnar.
- Skoða hvort ekki sé hægt að koma fyrir ljósi í þrep niður á dansgólfið
- Félagasamtök þyrftu að taka út sitt dót svo hægt verði að rykbinda geymslunnar og síðan gætu þau komið sínu dóti fyrir aftur.
- Koma þarf hinum búningsklefanum baksviðs í gagnið.
- Bæta þarf við fleiri bollum og undirskálum.
Nefndarmenn voru ánægðir með hve húsið var vel þrifið.
Fundi slitið kl. 15:50
Eyþór Björnsson
S. Jensey Skúladóttir
Jenný Guðmundsdóttir