Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif
Lilja Ólafardóttir
1) Erindi hafði borist frá bæjarráði Snæfellsbæjar um það að nefndin tæki fyrir málefni félagsheimilsins og núverandi leigjenda þess. Nefndin lítur svo á að samningur við núverandi leigjendur sé útrunninn þar sem ekki hafi verið staðið við kvaðir samningsins. Nefndin mælir hins vegar með að þeir aðilar sem tóku yfir reksturs Hótels Ólafsvíkur taki jafnframt yfir leigusamninginn á Klifi er áhugi er fyrir því. Við hins vegar mælum einnig með að samningurinn verði endurskoðaður áður en gengið verður inn í hann.
2) Af reynslu síðastliðins árs vill nefndin að ákveðin atriði verði njörvuð niður í nýjum leigusamningi um Klifið, s.s. eins og gjaldskrá fyrir húsið, ákvæði um hljóðmann/ljósamann gegn ákveðnu gjaldi. Einnig þarf að vera ákvæði um að ákveðnir atburðir eigi forgang í húsið á ákveðnum dögum án endurgjalds, s.s. eins og öskudagur, árshátíð Snæfellsbæjar, árshátíð Grunnskólans, tónleikar Tónlistarskólans bæði að hausti og vori, dansleikur og skemmtiatriði á 17. júní (þ.e.a.s. ef veður leyfir ekki útiskemmtun), atburðir á vegum lista- og menningarnefndar og jafnvel æfingaaðstaða fyrir leikfélagið en það er að byrja starfsemi sína aftur.
3) Nefndin mælir með að nýir leigjendur setji niður á blað hvers konar starfsemi þeir sjái fyrir sér í félagsheimilinu. Einnig vill nefndin fá skriflega hvort leigjendur geri einhverjar athugasemdir við ástand hússins eins og það er í dag eða hvort þeir gera einhverjar sérstakar kröfur um ástand þess.
4) Nefndin mælir með að farið verði yfir allt húsið áður en nýir leigjendur taki það yfir, eitthvað hefur t.d. verið að rafmagninu upp á síðkastið, og einnig þarf að telja lausamuni áður en leigjendaskipti verða.
5) Önnur mál:
a) Nefndin ætlar að hafa samband við Rótarý og athuga hvernig gengur með að ganga frá hirslu utanum flygilinn. Peningar fyrir efniskaupum eru til. Eingöngu þarf að framkvæma verkið.
b) Geymslan í kjallaranum þar sem leikfélagið er með aðstöðu er frekar ósnyrtileg og vill nefndin fara fram á það við leikfélagið að tekið verði til í geymslunni og því sem ekki er í notkun verði hent.
c) Öryggisatriði: Það er brýn nauðsyn á því að láta setja steina við mörk bílastæðisins þar sem hætta er á að fólk keyri framaf. Vill nefndin fara fram á það að þetta verði gert fljótlega, ekki seinna en í vor.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15.
Jenný Guðmundsdóttir
Jensey Skúladóttir
Lilja Ólafardóttir