Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif

39. fundur 21. júlí 2016 kl. 14:43 - 14:43
Fundur í rekstrarnefnd Félagsheimilisins á Klifi
  1. janúar 2005

 

Umræður spunnust um framkvæmd áramótaballs og mönnun hússins.

 

Nefndin vill að það komist á hreint sem fyrst með samninga við leigutaka hússins í ljósi stöðu fyrirtækisins. Nefndin vill fá að koma að ákvörðunartöku um framhaldið. Fara þarf yfir samninga, hvað sé undanþegið greiðslu leigu. Ennfremur þarf að koma í samningum að leigutaki skuldbindi sig til halda upp ákveðnum metnaði í rekstri hússins. Standi fyrir viðburðum í húsinu.

 

Bærinn veitti styrk 2004 til Flygilsjóð vegna geymslukassa. Formanni falið að kanna stöðu málsins í ljósi þess að styrkurinn hafi verið greiddur út. Kanna hvort ekki sé áframhaldandi vilji til að klára málið.

 

Farið var yfir fjárhagsáætlun 2005. Nefndin er þakklát fyrir að lagt verði slitlag á planið og  vonast til þess að það geti orðið fyrir færeyskudagana.

 

Nefndarmenn gengu um húsið og telja eftirfarandi þörf á að laga:

 

-                     Pússa dansgólfið

-                     Gólfið á efrihæðinni er skemmt eftir leika – lítur ágætlega út.

-                     Mála húsið að utan og fara yfir kantana. Þeir eru farnir að fúna.

-                     Kaupa þarf nokkra kúpla í salinn.

-                     Til er parket sem hægt er að leggja við barinn í salnum.

-                     Fara þarf yfir rafkerfið. Skoða þarf hvort ekki sé framkvæmanlegt að skipta niður rafmagninu í salnum. Þegar notaður er litli salurinn þá er ekki hægt að hafa stórasalinn ljóslausan. Yfirfara þarf ljósatöfluna uppi.

-                     Fara yfir pakkningar í uppþvottavélinni.

-                     Laga þarf stólana í anddyrinu.

-                     Hressa þarf uppá aðaldyrnar.

-                     Leki á kvennasalerninu.

-                     Einn vaskurinn í karlasalerninu brotinn.

-                     Hurð úr salnum inn í eldhúsið í ólestri. Er að detta í sundur.

-                     Vantar fjórar speglaflísar í efri salinn. Annar möguleiki að taka þær allar af og mála salinn.

 

Fundi slitið kl. 17:01

 

Eyþór Björnsson

  1. Jensey Skúladóttir

Jenný Guðmundsdóttir

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?