Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif
Jenný Guðmundsdóttir
Jensey Skúladóttir
Lilja Ólafardóttir
Emanúel Ragnarsson
1) Rætt var um fjárhagsáætlun ársins 2003:
· Við leggjum enn mesta áherslu á að planið verði lækkað, þar sett drenlögn og bundið slitlag. Áætlaður kostnaður höldum við að verði um 500.000.- og væri ágætt að þetta væri tilbúið fyrir Sjómannadag 2003.
· Í framhaldi af bílaplaninu vildum við gjarnan fá góðar steintröppur frá Klifinu og niður á Ólafsbrautina. Einnig þyrfti að snyrta svæðið þar í kring.
· Klifmappan gæti kostað um 250.000.-
· Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna þeirra þrifa sem eftir eru, þ.e.a.s. bak við sviðið, eldhúsið og fleira kosti um 200.000.-
· Gólfefnin eru illa farin, sérstaklega fyrir framan barinn inni í sal. Við myndum gjarnan vilja fá parket þar fyrir framan og er áætlaður efniskostnaður við það um 100.000.- Emmi segir lagninguna vera lítið mál.
· Borð vantar í bláa salinn – 12 stk. gætu kostað um 150.000.-
· Kastar og lýsingu vantar utan á húsið og gæti sá kostnaður verið um 75.000.-
· Langt er síðan dansgólfið var tekið í gegn og er orðin þörf á að slípa það upp. Áætlaður kostnaður er um 150-200.000.-
· Til að hægt sé að markaðssetja húsið sem ráðstefnuhús þarf ýmsan búnað, s.s. góða ljósritunarvél, fartölvu og prentara. Kostnaður áætlaður um 500.000.-
· Húsgögn vantar algjörlega í “Koníaksstofun” uppi – kostnaður við það er ekki alveg á hreinu.
· Það þyrfti að gera gangskör í því að koma fyrir almennilegu loftræstikerfi í húsinu. Og líka þyrfti að kaupa og setja upp hitastýrikerfi.
2) Rætt var um að gera þyrfti 5 ára framkvæmdaáætlun fyrir Klifið svo hægt væri að dreifa kostnaði við viðhald og framkvæmdir yfir lengri tíma.
3) Rætt var um áframhaldandi þrif í Klifi, m.a. þau þrif sem myndu falla til vegna bíósýninga. Var samþykkt að hafa samband við Lionsklúbbinn Rán og athuga hvort þær væru tilbúnar til að taka þau að sér fyrir sanngjarnt verð.
4) Rætt var um að húsið myndi halda eitt ball á ári, Jónsmessuball, sem myndi höfða til unga fólksins í bæjarfélaginu. Ætluðum við að reyna að komast að því hvaða hljómsveit höfðaði mest til þeirra í dag og var lagt til að gerð yrði skoðanakönnun á netinu þar sem fólk gæti stungið upp á hljómsveitum.
5) Rætt var um Klifmöppuna og samþykkt að tala við Jóa í Steinprent og athuga hvernig gengi.
Fleira ekki gert og fundi slitið
Jenný Guðmundsdóttir
Emanúel Ragnarsson
Lilja Ólafardóttir