Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif

34. fundur 21. júlí 2016 kl. 14:55 - 14:55
Fundur í rekstrarnefnd Klifs haldinn í Klifi miðvikudaginn 30. október 2002               Mættir:                        

Jenný Guðmundsdóttir

Lilja Ólafardóttir

Emanúel Ragnarsson

 

1)                  Þeir sem standa að Flygilsjóði eru búnir að taka Félagsheimilið heilmikið í gegn. Rætt var um hvað ætti eftir að gera og hvort og hvenær það yrði framkvæmt. Húsið er að verða eins og nýtt ef frá eru talin gólfefni í sal.  Vill nefndin koma á framfæri þakklæti til flygilsjóðs fyrir vel unnið verk.

 

2)                  Rætt var um hugsanlega möguleika til sparnaðar í rekstri og var Emma meðal annars falið að athuga með kosti og kostnað þess að fá hitastýrikerfi í húsið. Þegar er búið að kaupa viftur í loftið sem gerir það að verkum að hitastýring er auðveldari og sparnaður í upphitun ætti að koma strax í ljós.

 

3)                  Emmi sagði frá því sem um er að vera í húsinu fram að jólum og m.a. verður haldið Salsaball og skemmtun þann 9. nóvember.

 

4)                  Rætt var um bíómál og var samþykkt aðgera samning við Lionsklúbb Ólafsvíkur um sýningar sem myndi gilda í tvö og hálft ár. Lionsklúbburinn er að gefa húsinu tæki vegna sýninganna og þökkum við þeim fyrir það.

 

5)                  Nú er komið að fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2003 og var samþykkt að hittast aftur í næstu viku og ræða hana.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið

 

Jenný Guðmundsdóttir

Emanúel Ragnarsson

Lilja Ólafardóttir

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?