Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif

33. fundur 21. júlí 2016 kl. 14:57 - 14:57

Fundur í rekstrarnefnd Klifs haldinn á Höfða þriðjudaginn 17. september 2002

 

Mættir:

Jenný Guðmundsdóttir

Jensey Skúladóttir

Lilja Ólafardóttir

1)                  Rætt var um fyrirhuguð þrif á Félagsheimilinu og samþykkt að ræða aftur við aðila úr stjórn Flygilsjóðs um það mál. Ákváðum við að hittast inni í Klifi mánudaginn 23. september og fá með okkur á fundinn þá Stefán Jóhann og Magnús Eiríksson.
2)                  Í framhaldi af þrifum var rætt um ástandið á teppunum, sérstaklega fyrir framan barinn inni í sal.  Var samþykkt að biðja Emma um að athuga hvað myndi kosta að láta leggja þarna Pergo parket – eða eitthvað annað sterkt gólfefni.  Nokkrar kvartanir hafa borist um ástand hússins þegar leigutaki tekur við því.  Í því sambandi vill nefndin að útbúinn sé tékklisti yfir það hvað á að vera hreint og í lagi þegar leigutaki tekur við húsinu.  Í upphafi leigutíma skal leigutaki ganga um húsið með húsverði og fara yfir þessa hluti með honum.  Báðir kvitta svo undir tékklistann að úttekt lokinn.
3)                  Nefndin samþykkti að fela Emma að athuga með það hverjir eru með lykla að húsinu og fara yfir það með meðlimum þeirra tónlistarmanna sem æfa í húsinu hvernig umgengni þeirra á að vera.  Einnig þarf að passa upp á að öryggiskerfið sé alltaf á húsinu þegar enginn er í því.  Í þriðja lagi þarf að ítreka það við leigutaka hússins að hljóðkerfið er viðkvæmt og í það má enginn fara nema sérstakir starfsmenn hússins.
4)                  Einnig samþykkt að athuga með fatnað á starfsfólk hússins, s.s. hvítar blússur og svört vesti.  Hægt er að kaupa nokkur stykki í algengum stærðum svo til sé á sem flesta starfsmenn.
5)                  Óformleg spurning hefur borist frá Lionsklúbbi Ólafsvíkur um bíóið í Klifi.  Var þar verið að athuga hvort möguleiki sé á að klúbburinn fái að leigja húsið, á sanngjörnu verði, til bíósýninga.  Nefndin tók mjög vel í þetta, telur hugmyndina mjög góða og er tilbúin til viðræðna við Lionsklúbbinn hvenær sem er.
6)                  Bréf hafði borist til nefndarinnar frá Framfarafélagi Snæfellsbæjar, Ólafsvíkur og Fróðárhreppsdeild, þar sem spurst var fyrir um það hvort félagsheimilið myndi koma á einhvern hátt að afmælishátíð sem fyrirhuguð er í desember um Ottó Árnason.  Nefndarmenn voru ánægðir með framtakið og voru tilbúnir til að láta húsið undir hátíðina endurgjaldslaust.  Með annað framlag vill nefndin benda á lista- og menningarnefnd, Pakkhússnefnd og lista- og menningar-fulltrúa Snæfellsbæjar.

Fleira ekki gert og fundi slitið

 

Jenný Guðmundsdóttir

Jensey Skúladóttir

Lilja Ólafardóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?