Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif

32. fundur 21. júlí 2016 kl. 14:58 - 14:58
Fundur í rekstrarnefnd Klifs haldinn á Klifi þriðjudaginn 2. apríl 2002               Mættir:                        

Jenný Guðmundsdóttir

Jensey Skúladóttir

Emanúel Ragnarsson

Lilja Ólafardóttir

 

1)                  Fyrsta mál á dagskrá var opnun tilboða í mat á Fegurðasamkeppninni þann 13. apríl n.k. og voru Eygló Egilsdóttir og Sigfús Almarsson mætt á fundinn.  3 tilboð bárust.  Frá Veisluþjónustunni á Seltjarnarnesi kom tilboð í hlaðborð og var strax ákveðið að það fyrirkomulag hentaði ekki.  Hin tilboðin komu frá Ferðaþjónustunni Snjófelli upp á kr. 4.600.- pr. mann, og sameiginlegt tilboð frá Hótel Höfða og Veitingahúsinu Svörtuloftum upp á annars vegar kr. 3.000.- pr. mann og hins vegar á kr. 3.200.- á mann m.v. sjávarréttar forrétt. Var samþykkt að taka tilboðinu frá Höfða og Svörtuloftum á kr. 3.200.- pr. mann.

 

2)                  Rætt var um fyrirkomulag keppninnar og miðaverð.  Búið er að ráða hljómsveit, skemmtikrafta og kynni en enn er eftir að ganga frá nokkrum atriðum.  Var samþykkt að miðinn myndi kosta kr. 5.600.- og yrði auglýst í Skessuhorni og Jökli í þessari viku.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið

 

Jenný Guðmundsdóttir

Jensey Skúladóttir

Emanúel Ragnarsson

Lilja Ólafardóttir

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?