Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif

7. fundur 21. júlí 2016 kl. 14:59 - 14:59
Fundur í rekstrarnefnd félagsheimilisins á Klifi haldinn miðvikudaginn 2. des. 1998 kl. 18:00 á skrifstofu Snæfellsbæjar.               Mættir:

Jensey Skúladóttir

Jenný Guðmundsdóttir

Lilja Ólafsdóttir

Páll Mortensen, húsvörður

 

1)                  Rætt var um fyrirhugað ball á gamlárskvöld og ákveðið að auglýsa það í Framfarafélagsblaðinu í næstu viku sem borið verður í hús á öllu nesinu.  Einnig þarf að tala við aðila, t.d. Stefán í Vatnsholti um rútuferðir sunnan úr sveitum og frá Hellissandi og Rifi á ballið.

 

2)                  Húsvörður skilaði vinnuskýrslum og birgðatalningu af bar eftir Stuðmannaball í október.  Rætt var um vinnutíma húsvarðar og var nefndin sammála um að þetta væri ekki reglulegur vinnutími frá 9 til 3 virka daga þar sem starfsemi félagsheimila fari yfirleitt fram á kvöldin og um helgar.  Húsvörður þyrfti því að skipuleggja sinn vinnutíma með starfsemi hússins í huga.

 

3)                  Hringt var í Bjarna Hauk Þórsson til að athuga hvort hann væri ekki tilbúinn til að koma með sýningu á Hellisbúanum til Ólafsvíkur fljótlega.  Hann ætlar að hafa samband en telur ekki ólíklegt að geta komið með sýningu strax eftir áramót áður en hann byrjar aftur sýningar í Reykjavík eftir jólafrí.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

 

Jensey Skúladóttir

Jenný Guðmundsdóttir

Páll Mortensen

Lilja Ólafsdóttir

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?