Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif
Jensey Skúladóttir
Jenný Guðmundsdóttir
Lilja Ólafsdóttir
Páll Mortensen
1) Húsvörður gerði grein fyrir því starfi sem afstaðið er í húsinu og einnig því sem framundan er. Rætt var um vandamálið í sambandi við barina og ákveðið að reyna að fá lánaðan ferðabar sem til er í Grunnskólanum og nota hann til reynslu á ballinu á gamlárskvöld og jafnvel á Vetrargleðinni.
2) Rætt var um hvað þyrfti að gera fyrir ball á gamlárskvöld, hvort eitthvað vantaði í húsið og hvar væri hægt að fá það lánað. Einnig var rætt um að þegar þyrfti að fara að athuga með ráðningar á starfsfólki fyrir ballið. Var húsverði falið að gera könnun á því hvort það starfsfólk sem venjulega vinnur á böllum væri til í að vinna þetta kvöld og láta nefndina vita á næsta fundi ef einhver vandkvæði eru þar á.
3) Rætt var um Vetrargleðina og hvað þyrfti að gera í húsinu fyrir hana. Var húsvörður beðinn um að sjá um þau þrif sem ákveðin voru á síðasta fundi.
4) Nefndin bað húsvörð um að halda dagbók yfir þá tíma sem hann er að vinna vegna félagsheimilisins svo hún geti betur gert sér grein fyrir tímaskiptingu starfsins og því sem um er að vera í félagsheimilinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15
Jensey Skúladóttir
Jenný Guðmundsdóttir
Páll Mortensen
Lilja Ólafsdóttir