Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif
Jensey Skúladóttir
Jenný Guðmundsdóttir
Lilja Ólafsdóttir
1) Í tilefni af nýafstöðnu Stuðmannaballi í Klifi var rætt um að nauðsynlega þyrfti að lagfæra baraðstöðuna í félagsheimilinu. Eins og málin standa núna duga barirnir ekki til þegar mikill fjöldi fólks er á staðnum og verður húsið þá af veitingasölu. Nefndin óskar eftir því að á næsta fjárhagsáætlunarári verði gert ráð fyrir stækkun á bar og jafnframt verði farið út í að smíða nokkurs konar ferðabar, þ.e.a.s. lausan bar sem hægt er að setja upp þegar á þarf að halda.
2) Fegurðarsamkeppni karla kom vel út og vill nefndin athuga hvort ekki sé hægt að hafa fegurðarsamkeppni kvenna í sama stíl, þ.e.a.s. ekki matarball. Samþykkt að skrifa forsvarsmanni fegurðarsamkeppninnar, Silju Allansdóttur, bréf þar sem farið væri fram á að hafa sama form á fegurðarsamkeppninni næsta vor. Einnig vill nefndin óska eftir að keppnin um ungfrú Vesturland verði síðustu helgina fyrir lokakeppnina um ungfrú Ísland.
3) Samþykkt að gera lista yfir þau þrif sem þurfa að fara fram í félagsheimilinu og fela húsverði að vinna þau. Gert yrði mánaðarplan þannig að hver hluti hússins verði vel þrifinn allavega einu sinni á ári. Nefndin samþykkti að fyrir Vetrargleðina sem verður haldin 5. desember verði búið að þrífa anddyrið og salernin, miðasölu og fatahengi. Gluggar í anddyri og kaffisal verði gerðir hreinir og gardínur verði teknar niður og sendar í hreinsun. Veggtjöldin í stóra salnum þyrfti líka að ryksuga.
4) Rætt var um fyrirkomulag á áramótadansleiknum í Klifi. Tillaga kom um að fá íþrótta- og æskulýðsnefnd með í að skipuleggja kvöldið, t.d. varðandi skreytingar og uppákomur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:00
Jensey Skúladóttir
Jenný Guðmundsdóttir
Lilja Ólafsdóttir