Rekstrarnefnd Félagsheimilisins Klif
Jensey Skúladóttir
Jenný Guðmundsdóttir
Lilja Ólafsdóttir
1) Rætt var um að fá erindisbréf fyrir nefndina til að starfssvið hennar sé á hreinu.
2) Rætt var um starfslýsingu fyrir húsvörð/rekstrarstjóra hússins og óskar nefndin eftir að fá að sjá þá starfslýsingu sem til er. Rætt var um að jafnvel þyrfti að breyta starfsfyrirkomulagi húsvarðar og vill nefndin þá fá að koma með sínar hugmyndir um breytta starfslýsingu. Einnig var rætt um þann möguleika að leigja út rekstur félagsheimilisins til einkaaðila.
3) Stefán Jóhann Sigurðsson mætti á fundinn og ræddi um flygilmál. Upplýsti hann að farið væri að tala um það hjá félagasamtökunum í bænum að standa fyrir því að safnað væri fyrir flygli í félagsheimilið. Talað var um að þar sem þetta væri dýrt gæti komið til greina að biðja um bæjarábyrgð á kaupunum.
4) Búið er að auglýsa eftir tilboðum í þrif og þykir eina tilboðið sem borist hefur vera heldur dýrt. Var því ákveðið að reyna að fá viðmiðunartölur frá hreingerningaþjónustufyrirtækjum annarsstaðar að.
5) Samþykkt að hafa samband við lista- og menningarnefnd og athuga hvort rekstrarnefndin gæti ekki mætt á fund hjá þeim til að ræða um nýtingu á félagsheimilinu í vetur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23:00
Jensey Skúladóttir
Jenný Guðmundsdóttir
Lilja Ólafsdóttir